Staðan núna er að það öllu mótahaldi fullorðinna í íþróttum fullorðinna með snertingu hefur verið frestað. Vonum að flestir séu sammála um að það er enginn bragur á keppni á kjölbátum í vendingum, kúvendingum eða buffinu ef tryggja á 2 metra regluna eftir bestu föngum og engar snertingar. KSÍ hefur gengið styst í frestunum eða til 7. ágúst í bili. Eins og staðan er i dag er gert ráð fyrir frestun til allt að 13. ágúst sem er vel inní þær dagsetningar sem áætlað var að halda Íslandsmótið á. Þetta getur allt breyst með stuttum fyrirvara og því eru kjölbátamenn beðnir að fylgast vel með framvindu mála.