Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld vinna nú að nýjum leiðbeiningum/tilmælum fyrir íþróttastarf í samkomubanni. 

Hér fyrir neðan má sjá þau atriði sem sóttvarnalæknir leggur upp með hvað varðar íþróttir fyrir fullorðna eða þá sem hafa lokið grunnskóla.

Íþróttastarf

Íþróttir með snertingu verði leyfðar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Sérsambönd ÍSÍ geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum.
  • Reglurnar verði unnar í samvinnu við ÍSÍ sem leitar sérfræðiráðgjafar hjá sóttvarnalækni
  • Tveggja metra nándarregla verði virt í búningsklefum og öðrum svæðum utan keppni og æfinga skv. reglum hvers sérsambands ÍSÍ (hér er átt við öll svæði utan leikvallar)
  • Áhorfendur verði ekki leyfðir
  • Keppnisáhöld verði sótthreinsuð milli notenda eins og kostur en samkvæmt reglum hvers sérsambands ÍSÍ

Horft verður til drög að reglum sem að Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur unnið sem grunn fyrir önnur sérsambönd og hefur KSÍ veitt heimild til að nota drögin. Eins og  þið vitið þá getur verið mikill munur á aðstæðum íþróttagreina hvað varðar æfinga og keppnisfyrirkomulag og því nauðsynlegt að aðlaga reglurnar að viðkomandi íþróttagrein.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

Stefnt er á formanna fjarfund með ÍSÍ og fleiri samböndum í hádeginu á nk fimmtudag. Þá sjáum við vonandi  hvert önnur sambönd eru að stefna og einnig hvernig staðan er að þróast hér í fjölda sýkinga.
Allt keppnishald fullorðinna á kölbáta er og verður áfram á frestun í samræmi við gildandi auglýsingar samkvæmt sóttvarnarlögum.