IRC logo 2023 transparentBúið er að opna fyrir umsóknir á IRC forgjöfum. Fyrir þá sem voru með forgjöf í fyrra og hafa engu breytt um borð er ferlið óvenju einfalt í ár, einfaldlega að fylla út form sem má finna hér.

Þeir sem hafa gert breytingar á báttnum sem tengjast forgjöf eða eru að hefja keppni þurfa að senda skilaboð þess efnis á SÍL sil(hjá)silsport.is og óska eftir viðeigandi eyðublaði til útfyllingar.

 

 

 

 

sillogo.png

Laugardaginn 18. febrúar n.k. verður haldið 50. þing Siglingasambands Íslands.  Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00. Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Hvert siglingafélög innan SÍL  hafa rétt á að tilnefna 3 fulltrúar til að sitja þingið sem eru með tillögu og atkvæðisrétt. Samkvæmt lögum sambandsins (gr.3.5) skulu tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.

 

495 ymirÞótt það sé napurt úti er ein keppni eftir á árinu. Áramót Ýmis! Tilkynning um keppni hefur verið gefin út og eru keppendur beðnir um að skrá sig tímalega.  Skipstjórafundur er í félagsheimili Ýmis kl 1200  sigldar verða 1-3 umferðir ef veður og þá sér í lagi hitastig leyfir. 

Tilkynningu um keppni má finna hér.

Lokahof sil 1080x1080