P51300162

SÍL stendur fyrir öryggisbátanámskeiði í samstarfi við Þyt í Hafnarfirði. Námskeiðið, sem er dagsnámskeið, verður haldið fimmtudaginn 6. júní og hefst kl. 08:00. Kennarinn kemur frá Slysavarnaskóla sjómanna og verður kennt skv. námsskrá Slysavarnaskólans og viðmiðum Samgöngustofu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu hafa samband við SÍL og félagið sitt sem allra fyrst.