\"ISAFÞessa dagana er verið að ganga frá skipulagi á Keppnisstjóra námskeiði á vegum Alþjóðasiglingasambandsins hér á landi. Námskeiðið nefnist ISAF Race Managment Clinic verður haldið hér á landi helgina 30.maí -1.júní 2014. Námskeiðið er á sama tíma og opnunarmót kæna en mótið verður notað sem hluti af kennslunni.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þeir Qu Chun frá Kína og Tomasz Chamera frá Póllandi. Báðir eru þrautreyndir keppnisstjórar á vegum ISAF og var Qu Chun meðal annars keppnisstjóri á Olympíuleikunum 2008.         

Námskeiðið er fyrsta stig keppnisstjórnar ætlast er til að þeir sem koma á námskeiðið hafi einhvertíma komið að keppnisstjórn. Námskeiðið fer fram á ensku og kostar Íkr; 12.500 á mann.

Nánari lýsingar og tímasetningar koma á næstu dögum.