Jackie BennettsUm helgina hélt SÍL fræðslufund og vinnustofu um sjálfboðastarf. Fyrirlesari og leiðbeinandi var Jackie Bennetts frá RYA.  Á vinnustofunni var lögð áhersla á að skoða hvað liggur að baki sjáfboðastarfi og hvernig hægt er að ná í nýja sjálfboðaliða og halda í þá sem nú þegar starfa fyrir félögin. Það eru sjálfboðaliðarnir sem halda félögunum gangandi ekki fjármagnið sem þeir ná í. Það er því mikilvægt að félögin átti sig á verðmætinu sem felst í að hafa góða sjálfboða. Meðal þess sem fram kom í máli Jackie var að fyrir hvert pund sem sett er í sjálfboðastarf skila sér 14pund til baka. Glærur af fræðslufundi og vinnustofu eru til hjá Siglingasmabnadi Íslands.