Kjölbátasamband Íslands hefur verið endurvakið. Ný stjórn hefur undirbúið þétta dagskrá fyrir veturinn og hefst dagsrkáin nú á mánudag 7. október. Nýja stórn sambandsins skipa þeir Friðrik Friðriksson formaður, Páll Hreinsson varaformaður, Egill Kolbeinsson ritari, Jón Alfonsson gjaldkeri, Ármann Jóhannesson meðstjórnandi, Arnar Jónsson varamaður, Sigurður Jónsson varamaður.  Fyrirlestraröð Kjölbátasambands Íslands hefst aftur mánudaginn 7. október 2013. Haldin verða fimm fyrirlestrakvöld í vetur.

Fyrsta fyrirlestrakvöldið ætlar Helena L. Kristbjörnsdóttir að tala um fjölskyldulífið um borð í skútu. Hún og fjölskylda hennar bjuggu einn vetur um borð í skútu í Hafnarfjarðarhöfn áður en þau sigldu til Miðjarðarhafsins. Þau hafa gert skútuna út þaðan. Eftir kaffihlé verður fjallað um skútuna Sögu sem er í eigu þriggja Íslendinga sem siglt hafa um Danmörku og Svíþjóð. Sagt verður frá útgerð skútunnar og siglingunni um þessar slóðir.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur – 1.000 krónur fyrir félagsmenn. Kaffi innifalið.

Staðsetning: Húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 2. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20.