akrafjall

Nú um helgina fer fram hið árlega Faxaflóamót. Að þessu sinni verður ræst á laugardagsmorgni en ekki föstudegi eins og tíðkast hefur enda gert ráð fyrir að siglingamenn og -konur verði fyrir framan sjónvarpsskjáinn rétt eins og allir aðrir Íslendingar að hvetja strákana okkar gegn Nígeríu á HM. Nánari upplýsingar um mótið má finna í tilkynningu um keppni á vefsíðu Brokeyjar. Athygli er vakin á því að hægt er að skrá sig á manage2sail sem er vefkerfi fyrir siglingafélög sem Brokey er að prófa.