Siglingaklúbburinn Þytur hélt Miðsumarmót kæna laugardaginn 9. júní.

Alls tóku þátt 14 keppendur á 14 bátum: 4 á optimist, 6 á Laser Radial, 3 á Laser 4,7 og 1 á Finn.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Optimist: 1. sæti Ólafur Áki Kjartansson, Brokey, 2. sæti Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey, 3. sæti Hjalti Bjarni Bjarnason, Brokey.

Laser Radial:  1. sæti Dagur Tómas Ásgeirsson, Brokey, 2. Sæti Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey, 3. sæti Ásgeir Kjartansson, Brokey.

Opinn Flokkur: 1. sæti Ísabella Sól Tryggvadóttir, Laser 4.7, Nökkva, 2. sæti Magnús Bjarki Jónsson, Laser 4.7, Þyt, 3. sæti Rúnar Steinssen, Finn, Þyt

Nánari upplýsingar um heildarúrslit, einstakar umferðir o.þ.h. má finna á vefsíðu Þyts.