Um helgina fór fram Íslandsmót í kænusiglingum 2017 og var það Þytur Siglingaklúbbur Hafnarfjarðar sem hélt mótið. Voru aðstæður mjög góðar, bæði á sjó og í landi. Þátttaka var góð en alls voru keppendur 33 á 30 bátum. Keppt var í fjórum flokkum: Optimist A og B, Laser Radial og opnum flokki. Sigldar voru 6 umferðir.

Úrslit urðu eftirfarandi:

    Optimist A   Optimist B    Laser Radial    opinn flokkur 
1.    Emil Andri Ólafsson, Nökkva   Daði Jón Hilmarsson, Nökkva   Þorlákur Sigurðsson, Nökkva   Björn Heiðar Rúnarsson, Laser Standard, Nökkva
2.    Axel Stefánsson, Brokey   Hjalti Björn Bjarnason, Brokey   Þorgeir Ólafsson, Brokey   Ísabella Sól Tryggvadóttir, Laser 4.7, Nökkva
3.    Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey   Salina Schwoerer, Nökkva   Lilja Gísladóttir, Nökkva   Tara Ósk Markúsdóttir, Laser 4.7, Þyt

 

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglingaklúbbins Þyts, en þar má einnig sjá myndir frá mótinu.

optimist

Opnunarmót kæna 2017 var haldið um helgina og verður þátttaka að teljast nokkuð góð miðað við reynslu fyrri ára. Siglingaklúbburinn Ýmir í Kópavogi sá um keppnina.

Úrslit mótsins:

Laser Radial Seglanr Félag 1. umferð 2. umferð 3. umferð 4. umferð Stig samt Sæti
Hulda Lilja Hannesdóttir 197660 Brokey 1 1 1 1 4 1
Björn Heiðar Rúnarsson 122 Nökkvi 2 2 2 2 8 2
Ásgeir Kjartansson 71 Brokey 3 3 3 5 14 3
Þorsteinn Aðalsteinsson 209982 Ýmir 5 4 4 3 16 4
Tara Ósk Markúsardóttir 302 Þytur 4 5 5 4 18 5
Berglind Traustadóttir 301 Þytur 6 6 6 6 24 6
                 
Optimist Seglanr Félag 1. umferð 2. umferð 3. umferð 4. umferð Stig samt Sæti
Elís Hugi Dagsson 382 Þytur 2 1 1 1 5 1
Magnús Bjarki Jónsson 386 Þytur 1 2 2 2 7 2

Opnunarmót kjölbáta fór fram laugardaginn 20. maí. Sigld var „stórskipaleið“ frá Reykjavík til Hafnarfjarðar í glampandi sól. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sá um framkvæmd mótsins.

Úrslit urðu eftirfarandi:

sæti bátur seglanr. forgjöf félag skipstjóri sigldur tími leiðr. tími
1 Dögun 1782 0.839 Brokey Magnús Waage 03:24:40 02:51:43
2 Sigurborg 9845 0.932 Ýmir Hannes Sveinbjörnsson 03:06:03 02:53:24
3 Lilja 2720 0.970 Brokey Arnar Freyr Jónsson 03:01:20 02:55:54
4 Ögrun 9800 1.000 Brokey Guðmundur Gunnarsson 03:05:40 03:05:40
5 Ásdís 2217 0.823 Þytur Árni Þór Hilmarsson 03:57:54 03:15:48

 

Faxaflóamótið var haldið helgina 19-21 júni. Það var Siglingafélagið Brokey sem stóð fyrir mótinu. Siglt var frá Reykjavík til Akranes á föstudegi en á laugardegi voru sigldar nokkrar umferðir fyrir Akranes og loks var siglt til baka til Reykjavikur á sunnudeginum.

Úrslit urður eftirfarandi

Sæti Bátur Skipstjóri Félag Umferð 1 Umferð 2 Umferð 3 Umferð 4 Stig
1 Skegla Gunnar Geir Halldórsson Þytur 1 1 1 2 5
2 Sigurborg   Ýmir 2 4 4 1 11
3 Lilja Arnar Freyr Jónsson Brokey 6 2 2 3 13
4 Aquarius Halldór Jörgensson Brokey 3 3 3 4 13
5 Ögrun Guðmundur Brokey 4 5 5 5 19
6 Ásdís   Brokey 5 6 6 6 23
7 Sigurvon Ólafur Már Ólafsson Brokey (DNF)8 (DNS)8 (DNS)8 (DNS)8 32

Miðsumarmót Kæna var haldið af Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði þann 13. júní siðastliðinn. Keppt var í tveimur flokkum Optimist og Laser Radial.

Úrlsit voru sem hér segir:

Sæti Optimist Félag 1 2 3 4 samtals
1 Þogeir Ólafsson Brokey 1 1 1 1 4
2 Ásgeir Kjartansson Brokey 2 2 2 2 8
3 Andrés Nói Arnarsson Brokey 3 3 3 3 12
4 Bergþór Bjarkason Þytur 4 4 4 5 17
               
Sæti Laser Radial Félag 1 2 3 4 samtals
1 Þorlákur Sigurðsson Nökkvi 1 1 1 1 4
2 Hulda Hannesdóttir Brokey 4 2 2 2 10
3 Tómas Zoëga Ýmir 2 3 3 3 11