Siglingaþing 2025
- Details
Siglingaþing verður haldið á morgun í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Fulltrúar frá Siglingafélögunum koma til fundar og fara yfir árið og marka stefnuna fyrir næsta ár.
Nokkuð liggur eftir síðustu stjórn og er hægt að kynna sér það nánar í skýrslur stjórnar sem hægt er að nálgast hér.
Áramót Ýmis - svalasta keppni ársins?
- Details
Svalasta keppni ársins er án efa Áramót Ýmis keppnin veðrur þann 31. des ef veður og ísar leyfa. Gestum og gangandi verður boðið upp á kaffi kakó og með því frá klukkan 10 um morgunin. Skipstjórafundur verður klukkan 1200 og keppnin undir stjórn Aðalsteins Jens Lofstssonar.
Tilkynningu um keppni má finna hér
Siglingafréttir komnar út
- Details
Siglingafréttir eru komnar út undir ritstjórn Gunnars Hlyns Úlfarssonar. Blaðið er á pdf formi og hefur verið sent út til siglingafólks. Ef þú vilt bætast við á póstlistann endilega skráðu þig hér með nafni og netfangi. Einnig er hægt að nálgast blaðið hér á heimasíðunni með því að smella á myndina hér að ofan.
Efni blaðsins er engan veginn tæmandi yfir starfsemi ársins en gefur mynd af ýmsu sem gerst hefur nú í sumar.
Tilkyning um keppni Lokamót kjölbáta
- Details
Lokamót kjölbáta verður haldið 21. september á Ytri höfninni í Reykjavik. Umsjón með mótinu er siglingafélagið Ýmir. Tilkynningu um keppni má finna hér.
Page 1 of 55