495 ymirNú styttist í Opnunarmót kæna 2017 sem að þessu sinni verður í umsjá Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi. Mótið fer fram laugardaginn 27. maí. Búið er að stofna s.k. „event“ á facebook-síðu Ýmis. Skráningarfrestur er til kl. 21:00 þann 23. maí. Tilkynningu um keppni (NOR) má finna á heimasíðu Ýmis.

865 thytur2Laugardaginn 20. maí fer fram Opnunarmót kjölbáta 2017. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Þyts.

midsumarmot

Loksins er komið að því! Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu laugardaginn 17. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Nú um helgina var haldin jólagleði og uppskeruhátið SÍL fyrir árið 2016. Að venju var veittur fjöldi verðlauna.

Siglingakona ársins: Hulda Lilja Hannesdóttir. Siglingamaður ársins: Þorgeir Ólafsson.
Sveinn Axel Sveinsson og Björg Kjartansdóttir voru kayakræðara ársins.

Siglingamaður ársins 2016, Þorgeir Ólafsson

Því miður hefur reynst nauðsynlegt að færa æfingabúðirnar til Hafnarfjarðar og er það von allra sem að þeim standa að það verði til þess að mun fleiri sjái sér fært að taka þátt. Fyrirkomulagið verður með mjög svipuðu sniði en þó verða gerðar örlitlar breytingar á dagskránni. Allir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst hjá Siglingaklúbbnum Þyt á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjaldið er áfram óbreytt 17.000 kr.

Hér má svo finna uppfærða dagskrá æfingabúðanna 2016.

Subcategories