Líkt og undanfarin ár verða æfingabúðir fyrir kænusiglara í sumar. Að þessu sinni er það Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey sem aðstoðar SÍL við framkvæmd.

Æfingabúðirnar standa frá 29. júní til 4. júlí, en að þeim loknum verður að venju haldið Æfingabúðamót 5. og 6. júlí. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 20.000 kr. og mótsgjald 3.500. Allar nánari upplýsingar má finna í upplýsingaskjali á vefsíðu Brokeyjar.

æfingabúðir 2018 æfingabúðir 2018 flor

Myndirnar að ofan eru frá æfingabúðunum 2018, sem haldnar voru á Akranesi í samstarfi við Sigurfara.