Öryggisáætlun ________________

 

Öryggisáætlun __________ er þríþætt, þ.e. hvernig þjálfun starfsfólks skuli hagað, áætlun um hvernig bregðast skuli við slysum og óhöppum og hvaða aðgerða skal grípa til ef alvarlegt slys eða atvik á sér stað.

Mikilvægt er að starfsfólk hafi hlotið fullnægjandi þjálfun til að geta brugðist við á réttan og skjótan hátt.

 

1.    Þjálfun starfsfólks

       a)    Skyndihjálp með áherslu áherslu á ofkælingu, lífgunaraðferðir og höfuðhögg

       b)    Meðferð/notkun gæslubáta

       c)    Meðferð/notkun annarra báta klúbbsins.

       d)  Almennt um hvernig bera skuli sig að við erfiðar aðstæður og í vondum veðrum (björgun úr sjó, notkun neyðarblysa og annars neyðarbúnaðar t.d. talstöðva, að akkera, að draga annan bát, þekking á staðháttum o.s.frv).

2.    Áætlun um hvernig bregðast skuli við slysum og óhöppum

      

a)    Björgun úr sjó  

Starfsfólk þarf að vera undir það búið að bjarga fólki úr sjó um borð í:

  • Gæslubáta
  • Seglbáta
  • Kajaka

Talsverða leikni þarf til að ná fólki um borð í bát því er mikilvægt að starfsfólk hafi æft björgun úr sjó við mismunandi aðstæður.  Afar mikilvægt er að taka vél gæslubáts úr gír, jafnvel slökkva á vél áður en hafist er handa við að ná manni úr sjó.

b)    Leit á sjó           

Leit að fólki/leit að bát.  Leit á sjó er mikilvægt að skipuleggja vandlega.

Mikilvægt er að vita hvar byrja skuli að leita því mínútur geta skipt sköpum.  Sé sjólag það vont að öldur eru orðnar hvítfextar er mikilvægt að skipuleggja leit þannig að siglt sé undan vindi.  Afar erfitt getur verið að koma auga á lítinn bát t.d. kajak hvað þá mannshöfuð ef horfa þarf í brotnandi öldur.  Með því að sigla undan vindi fæst líka meira út úr áhöfn gæslubátsins þar sem hún þarf ekki sífellt að vera að verja sig fyrir sjógangi. 

Á leitarsvæðinu er mikilvægt að sigla bátnum á hægri ferð og þarf bátsstjóri að vera tilbúinn til að taka vél úr gír hvenær sem er ef sá sem leitað er að skyldi allt í einu skjóta upp kollinum (Það er alls ekki víst að viðkomandi hafi haft björgunarvestið rétt sett á sig þegar óhappið varð).

 


c)    Bátur á hvolfi   

Bát á hvolfi ber að nálgast með mikilli varúð, sérstaklega ef enginn er sjáanlegur hjá bátnum.  Hugsanlegt er að viðkomandi siglari hafi ekki verið rétt klæddur í björgunarvestið og mari í hálfu kafi í grennd við bátinn.  Enginn vill lenda í því að sigla yfir mann á sundi og því er góð ástæða til að nálgast með varúð.  Ágætt er að hafa í huga þann möguleika að nálgast bát undir árum einum saman.  Þegar lagt er upp að bát leggur bátsstjóri þannig upp að, að stefni bátanna séu hlið við hlið og ávallt skal koma siglandi aftan frá.  Ef seglbátur er á hliðinni og siglari treystir sér ekki til að rétta bátinn við

einn er einfaldast að koma siglandi í áttina að masturstoppnum, grípa um toppinn og lyfta mastrinu úr sjónum, rólega því bátsverjinn þarf að hafa tíma til að stíga um borð um leið og báturinn réttist við.  Stagaðan bát í sömu vandræðum er best að aðstoða með því að grípa um framstagið og lyfta mastrinu þannig upp.

d)    Strandaður bátur

Eins og gefur að skilja er afar erfitt að leggja upp að strönduðum bát þannig að hægt sé að nota gæslubátinn áfram með góðu móti.  Því ætti aðstoðarmaður bátsstjóra að fara í sjóinn og athuga hvað hægt er að gera í stöðunni.  Ekki ætti undir neinum kringumstæðum að reyna að sigla gæslubát upp að strönduðum bát.  Einnig er hægt að slökkva á vél, taka    hana upp og róa í land, en því fylgja margir ókostir ef veður er vont  og álandsvindur.  Áður en hafist er handa við björgunaraðgerðir í álandsvindi er ágætt að akkera gæslubát.

 

3. Aðgerðir sem grípa skal til ef alvarlegt slys eða atvik á sér stað

 

3.1.      Inngangur

Alvarlegt slys eða atvik má skilgreina sem: slys sem getur leitt til dauða, alvarleg eða mikil beinbrot, aflimun eða aðrir alvarlegir áverkar;

a) Listi yfir þátttakendur á námskeiði með nöfnum, símanúmerum og heimilisfangi nánustu ættingja skal vera til staðar í þar sem námskeið fer fram.  Einnig skal vera til staðar listi yfir þá sjúkdóma og þau lyf sem þátttakendur á námskeiðum kunna að þurfa að taka.

b) Á meðan námskeiðið fer fram á sjó skal ávallt vera eftirlitsmaður í landi sem hefur það hlutverk að fylgjast með námskeiðinu á sjó og vera í talstöðvarsamskiptum við bátsstjóra gæslubáta. Eftirlitsmaður í landi er staðsettur í ______________.

Eftirlitsmaður í landi skal hafa afrit af þeim listum sem getið er í gr. a. ásamt símanúmeri Neyðarlínunnar og númeri forstöðumanns _________________. 

         Neyðarlínan:                                       112

         Forstöðumaður __________:              ______________

         (Önnur númer)___________             _______________

c) Þegar námskeið fer fram á sjó skal athafnasvæðið ávallt vera vaktað og nægur fjöldi

starfsmanna til að veita aðstoð.  Miða skal við að einn starfsmaður séu fyrir hver __ börn á námskeiðinu.

d) Þegar námskeiðið fer fram á sjó skal ávallt vera til staðar og tilbúinn til tafarlausrar notkunar vélknúinn gæslubátur sem hentugur er til að veita aðstoð þeim sem fallið hafa í sjó eða orðið fyrir slysi.

e) Milli eftirlitsmanns í landi og gæslubáts skal ávallt vera talstöðvarsamband.

f) Bátsstjóri í gæslubát skal ávallt vera með talstöð í vatnsheldum poka innanklæða þegar

námskeið fer fram á sjó.

g) Ávallt skal vera talstöð í landi á föstum stað, þ.e. í stjórnstöð við skrifstofu

forstöðumanns.

h) Stærð athafnasvæðis og staðsetning gæslubáts skal miða við að gæslubátur geti komið til aðstoðar á innan við 5 mínútum, hvar sem er á svæðinu.

3.2.   Aðgerðir sem bátsstjóri gæslubáts sem kemur að slysstað skal grípa til ef

         alvarlegt slys eða atvik á sér stað

 

a) Meta aðstæður á slysstað.

b) Koma í veg fyrir frekari slys og tryggja öryggi á slysstað.

c) Veita skyndihjálp og aðstoða hinn slasaða eftir því sem við á í samvinnu við aðstoðarmann í gæslubát.

d) Hafa samband við eftirlitsmann í landi og tilkynna að slys hafi átt sér stað á eftirfarandi hátt:

  • §   Hvað gerðist
  • Hver lenti í slysinu
  • Hvar átti slysið sér stað
  • Hvenær átti slysið sér stað
  • Hvað hefur gerst síðan slysið átti sér stað

e) Siglir frá slysstað að landi með hinn slasaða.

f) Hefur talstöðvarsamband við bátsstjóra í öðrum gæslubátum og greinir frá stöðu mála.Gæslubátar sjá um að um að aðrir starfsmenn fái upplýsingar um slysið.


3.3.   Aðgerðir sem aðstoðarmaður í gæslubát sem kemur að slysstað skal grípa

         til ef alvarlegt slys eða atvik á sér stað

 

a) Aðstoða bátsstjóra við að meta aðstæður á slysstað.

b) Veita skyndihjálp og aðstoða eftir því sem við á í samvinnu við bátsstjóra í gæslubát.

c) Veita áframhaldandi skyndihjálp er bátssjóri siglir frá slysstað að landi með hinn slasaða.

 

 

3.4.   Aðgerðir sem eftirlitsmaður í landi skal grípa til ef alvarlegt slys eða atvik á

         sér stað

 

a) Tekur við neyðarkalli frá bátsstjóra gæslubáts og hlustar vel og vandlega og skrifar niður:

  • § Hvað gerðist
  • § Hver lenti í slysinu
  • § Hvar átti slysið sér stað
  • § Hvenær átti slysið sér stað
  • § Hvað hefur gerst síðan slysið átti sér stað

b) Hringir í Neyðarlínuna, sími 112 og tilkynnir að slys hafi átt sér stað ásamt eftirfarandi

    upplýsingum:

  • Nafn sitt, staðsetningu: _______________________________________________
  • Hvað gerðist
  • Hver lenti í slysinu
  • Hvar átti slysið sér stað
  • Hvenær átti slysið sér stað
  • Hvað hefur gerst síðan slysið átti sér stað

      c) Ef eftirlitsmaður í landi er ekki forstöðumaður skal hann hafa samband við       forstöðumann og greina frá því að slys hafi átt sér stað á eftirfarandi hátt:

  • Hvað gerðist
  • Hver lenti í slysinu
  • Hvar átti slysið sér stað
  • Hvenær átti slysið sér stað
  • Hvað hefur gerst síðan slysið átti sér stað

Forstöðumaður sími: _______________

 

d) Ef ekki næst í forstöðumann eða staðgengil hans skal eftirlitsmaður í landi hafa samband við yfirstjórn _______________________________________ og tilkynna að slys hafi átt sér stað og biðja um aðstoð vegna slyssins við eftirfarandi þætti:

  • Hafa samband við nánustu ættingja hins slasaða og tilkynnir þeim að slys hafi átt

sér stað.  Ef nauðsyn krefur skal sjá til þess að nánustu ættingjar fái aðstoð við að

koma sér á sjúkrahús þar sem hinn slasaði er meðhöndlaður.

  • Hafa samband við nánustu ættingja annarra barna á námskeiðinu og segja þeim frá því hvað gerst hefur og gefa upplýsingar um öryggi og líðan barna þeirra.
  • Fá á staðinn viðurkennda áfallahjálparaðila til að ræða við nánustu ættingja hins

slasaða og til þess að ræða við börn á námskeiðinu og nánustu ættingja þeirra.

  • Samskipti við fjölmiðla.

3.5.   Aðgerðir sem forstöðumaður/yfirmaður innrastarfs eða staðgengill þeirra

         skal grípa til ef alvarlegt slys eða atvik á sér stað

a) Tekur við símtali frá eftirlitsmanni í landi, ef hann er ekki staddur í Nauthólsvík þegar slysið á sér stað, og hlustar vel og vandlega og skrifar niður:

  • Hvað gerðist
  • Hver lenti í slysinu
  • Hvar átti slysið sér stað
  • Hvenær átti slysið sér stað
  • Hvað hefur gerst síðan slysið átti sér stað

b)   Hefur samband við nánustu ættingja hins slasaða og tilkynnir þeim að slys hafi átt sér stað.  Ef nauðsyn krefur skal sjá til þess að nánustu ættingjar fái aðstoð við að koma sér á slysstað/spítala.

c)   Hefur samband við yfirstjórn ______ í síma og tilkynnir að slys hafi átt sér stað og biður um aðstoð eftir slysið við eftirfarandi þætti:

d)  Hafa samband við nánustu ættingja annarra barna á námskeiðinu og segja þeim frá

      því hvað gerst hefur og gefa upplýsingar um öryggi og líðan barna þeirra.

e)   Fá á staðinn viðurkennda áfallahjálparaðila til að ræða við nánustu ættingja hins

      slasaða og til þess að ræða við börn á námskeiðinu og nánustu ættingja þeirra.

f)   Samskipti við fjölmiðla

3.6.   Aðgerðir sem starfsfólk á sjó sem ekki kemur að slysstað skal grípa til ef

         alvarlegt slys eða atvik á sér stað

a)   Þar sem líklegt er að bæði starfsmenn og þátttakendur á námskeiði hafi orðið fyrir      áfalli skal öllum þátttakendum námskeiðsins á sjó safnað saman og hefðbundinni dagskrá á námskeiðinu skal tafarlaust hætt.  Mikilvægt er að allir starfsmenn haldi ró sinni og forðist allsherjar ringulreið.

b)  Sá elsti í hópi bátstjóra í gæslubátum skal taka að sér vettvangsstjórn og sjá til þess að þátttakendur verðir fluttir í land á fumlausan og öruggan hátt eins fljótt og auðið er.

         c)  Þátttakendum skal safnað saman við eða í aðstöðu í landi þar sem starfsfólk fer yfir það með börnunum hvað gerðist og hvert framhaldið verður.

d)  Starfsmenn skulu róa þátttakendur á námskeiðinu, hugga þá og styðja eftir fremsta megni þar til viðurkenndir áfallahjálparaðilar og foreldrar/forráðamenn mæta á staðinn.

d)  Þátttakendur á námskeiðinu mega ekki hringja heim fyrr en að forstöðumanni Sigluness og yfirstjórn ÍTR hefur verið gert viðvart um slysið og ákveðið hefur verið hvernig tilkynna eigi nánustu ættingjum annarra barna á námskeiðinu um slysið.

e)  Starfsmenn skulu ekki gefa yfirlýsingar í fjölmiðla og öllum fjölmiðlum skal bent á að hafa samband við forstöðumann Sigluness eða yfirstjórn Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur.

 

Allar upplýsingar verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Nafn:

Dags:

Kennitala:                                                     

Kyn:  kk / kvk                       

Heimilisfang:

Símanúmer:  

Námskeið/atburður:

Neyðartengiliður:

Hefur þú haft eitthvað af eftirfarandi:

  • Astma eða berkjubólgu

Já  / Nei

  • Hjartakvilla                                                   

Já  / Nei

  • Flogaveiki, yfirlið eða meðvitundarleysi

Já  / Nei

  • Slæma höfuðverki

Já  / Nei

  • Sykursýki

Já  / Nei

  • Ofnæmi/ónæmi fyrir einhverjum lyfjum

Já  / Nei

  • Einhver önnur ónæmi, s.s. mat eða efnum

Já  / Nei

  • Aðra kvilla eða fötlun

Já  / Nei

  • Ferðaveiki, s.s. sjóveiki eða bílveiki 

Já  / Nei

  • Reglulega inntöku einhverra lyfja  

Já  / Nei

Ertu á einhverjum lyfjum núna?                

Já  / Nei

Ertu að eiga við einhver meðsli?

Já  / Nei

Ef þú hefur svarað Já við einhverju af ofantöldu, vinsamlegast gerðu nánar grein  fyrir því hér:

Nafn foreldris eða forráðamanns:

Það er á ábyrgð forráðamanns að greina frá hvers kyns heilsufars aðstæðum sem getur haft áhrif á þitt eigið öryggi á meðna á námskeiðinu/atburðinum stendur.

Yfirlýsing

Ég álít að sonur minn/dóttir mín sé líkamlega hæf/ur til að taka þátt í námskeiðinu/atburðinum og að hann/hún geti synt 50 metra í fötum og flotvesti.

Undirskrift:   

                                                Dags: