Æfingadagskrá byrjar að morgni mánudagsins 6. júlí  og æft verður alla daga fram á fimmtudag en á föstudag og laugardag verður æfingabúðamót. Mælst er til að þátttakendur komi til Akraness sunnudaginn 5. júlí og geri báta sína sjóklára þann dag. Nánari dagskrá er að finna hér á eftir. Áríðandi er að fólk skrái sig fyrir Þriðjudagin 30. júní og gott væri að vita hvort börn verða ein eða með foreldrum og hvort þau gista í sameiginlegri aðstöðu eða ekki.

 

 

Aðstaðan:

Siglingaaðstaðan á Akranesi er sandfjaran við Langasand. Sjósetning verður við Lindina eða í Akranes höfn eftir veðri. Gistiaðstaða fyrir þátttakendur og aðstandendur þeirra verður í sal í frístundamiðstöðinni Þorpið við Þjóðbraut 13 sem er í miðbæ Akranes. Þar verður aðstaða til morgunverðar og funda.  Eldhús aðstaða er í húsinu til að laga sér kvöldmat.

Þeir sem eru í gistingu verða að koma með dýnur og annan viðlegubúnað sjálfir.  

 

 

Dagskrá:

Sunnudaginn 5. júlí er mæting á Akranesi byrjað verður á að sjósetja báta og er frjáls siglingtími þann daginn.  Um kvöldið verður farið yfir uppbyggingu vikunnar. Annars verða dagarnir skipulagðir í meginatriðum á eftirfarandi hátt:

08:00 - 09:00         Æfing í sal / útihlaup

09:00 - 09:40         Morgunmatur

09:40 - 10:30         Fundur um viðfangsefni dagsins 

10:30 – 11:00               Bátar gerðir sjóklárir

11:00 - 13:00         Æfingar á sjó

13:00 - 14:00         Hádegismatur með léttum fundi á eftir

14:00 - 15:30         Æfingar á sjó

15:30 - 16:00         Millimál / kaffi

Föstudaginn 10. júlí og laugardaginn 11. júlí verður siglingakeppni, nánara fyrirkomulag kynnt síðar.  Dagskrá gæti þó litið út á þessa leið.

08:00 - 09:00        Æfing í sal / útihlaup

09:00 - 09:45         Morgunmatur       

09:45 - 10:00         Skipstjórafundur 

11:00 -                   Fyrsta viðvörunarflaut      

13:00 - 14:00         Hádegismatur

14:00 -                   Fyrsta viðvörunarflaut

                               Millimál / kaffi þegar komið er í land

Frágangur og brottför sunnudaginn 12. júlí en ekki verður boðið upp á mat eða kaffi þann daginn.

 

Þjálfarar

Yfirþjálfari verður Tom Wilson en auk hans koma þjálfarar frá siglingafélögunum á landinu og sameina þeir krafta sína í að gera þessa viku einstaklega skemmtilega og eftirminnilega.

 

Matarmál   

Innifalið í þátttökugjaldinu er:

Morgunverður, brauð, álegg, morgunkorn ofl. Sem framreiddur er í Þorpinu.

Hádegisverður, t.d. súpa ofl.

Millimál / kaffi, t.d. brauð og ávextir

Grillpartí fimmtudaginn 9. júní. (staðsetning nánar auglýst síðar)

Eldhús er í gistiaðstöðunni og verður sjálfsagt að nota það á kvöldin.

 

Kostnaður

Gjald fyrir æfingabúðir er fyrst og fremst matarkostnaður og gildir því einu hvort heldur sem gist er í sameiginlegri aðstöðu eða ekki.  Gert er ráð fyrir að verðið verði um 19.000 krónur. (Sama gjald er fyrir aðstandendur og þjálfara) Hægt er fyrir aðstandendur að kaupa sig sérstaklega inn í grillpartíið fyrir 2.500 kr.

 

Skráning

Skráningin fer fram hjá félögunum og skulu þátttakendur tilgreina hvort þeir séu í gistingu í skóla.  Þá eru aðstandendur einnig beðnir um að skrá  sig í mat eingöngu annars vegar eða hins vegar í mat og gistingu ef ætlunin er að taka annað hvort. 

Félögin eru svo beðin um að koma skráningarlistum sínum til Siglingasambands Íslands aðila eigi síðar en 1. júlí:  netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Annað  

Félögin eru  beðin um að skaffa umsjónar og ábyrgðarmenn þeirra þátttakenda sem verða í gistingu í skóla. Þeir ábyrgðar aðilar sem koma með þátttakendur geta átt vona á að fá fleiri minniháttar störf sem fylgja æfingabúðum sem þessum.

             

Afþreying

Fjölmargt er í boði á Akranesi og nágreni fyrir foreldra og aðstandendur.  Fjölmargir veitingastaðir eru í bænum auk safna og útivistarmöguleika. Við hvetjum alla til að taka reiðhjólin með. Allar nánari upplýsingar um bæinn og afþreyingu þar má finna á http://www.west.is/is/west/town/akranes