Nú er hafinn undirbúningur á alþjóðlegu siglingamóti á einsmanns seglbátum á Akureyri dagana 21-24. ágúst 2022.
Ekki hefur verið haldið alþjóðlegt siglingamót hér á landi síðan 1997 er Smáþjóðaleikarnir voru haldnir í Reykjavík það ár og má því áætla að mótið vekji nokkra athygli bæði hérlendis og á alþjóðavísu.
Aðstandendur mótsins eru Siglingasamband Íslands, Siglingafélagið Nökkvi og RS Aero class association. Keppt verður á bátunum á Pollinum við Akureyri og mun keppnin standa í þrjá daga auka fjögurra æfingadaga fyrir mót. Gert er ráð fyrir um 40 keppendum frá öllum heimshornum sem takast á við nýjar aðstæður.
RS Sailing styrkir keppnina með því að leggja til 20 báta fyrir keppendur og stefnt er á að selja bátana hérlendis eftir mótið.
Hér fyrir neiðan er linkur á auglýsingu fyrir mótið hjá RS Aero class association