P52700041

Þjálfunar- og fræðsludeild SÍL hefur nú útskrifað fyrstu þjálfarana í nýja fræðslukerfinu að loknu viku námskeiði þar sem þessir flottu þjálfarar voru metnir. En allir hafa þeir töluverða reynslu af siglingum og þjálfun og hafa áður sótt námskeið á vegum ISAF og SÍL í þjálfarafræðum.

Þjálfararnir stóðu frammi fyrir ýmsum verkefnum í vikunni og lentu heldur betur í krefjandi aðstæðum þar sem veður var frekar leiðinlegt meirihluta vikunnar. Meðal þess sem var fjallað um var veður, sjávarföll, verklags- og vinnureglur, áhættumat, uppbygging námskeiða og kennslustunda, æfingar á sjó og í landi auk fjölda annarra spennadi og skemmtilegra verkefna.

Þjálfararnir sem nú hafa lokið yfirþjálfara (2. stig) og keppnisþjálfara (3. stig) má sjá á meðfylgjandi mynd auk þjálfunar- og fræðslustjóra SÍL.

Á myndinni frá vinstri til hægri eru: Anna Ólöf Kristófersdóttir (þjálfunar- og fræðslustjóri) Björn Heiðar Rúnarsson (Nökkva), Arnar Freyr Birkisson (Nökkva), Dagur Arinbjörn Daníelsson (Nökkva) og Ólafur Víðir Ólafsson (Ými).

Við óskum strákunum innilega til hamingju með þennan áfanga.