IMG 5883

Undanfarna viku hefur mikið verið um að vera hjá siglingadeild Snæfells í Stykkishólmi.  Tæplega 40 ungir siglingamenn hafa stundað þar æfingar á Optimist Laser og Topaz seglbátum í æfingabúðum SÍL og siglingadeildar Snæfells. Æfingar hafa gegnið vel og hafa flestir sýnt auknar framfarir í vikunni bæði þjálfararnir og unga fólkið.  Tom Wilson þjálfari hefur yfirumsjón með búðunum en hann kemur hingað til okkar í sumarleyfi sínu frá Oman Sail.  Á lokadegi er siglingakeppni sú fyrsta sem haldin er af siglingadeild Snæfells þar sem keppt er í öllum flokkum. Myndir frá búðunum má meðal annars sjá á facebokk-síðu æfingabúðanna.

Siglingafélagið Ýmir heldur sumarmót kjölbát nú um helgina. Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans495 ymir hér fyrir neðan má finna tilkynningu um keppni.



 


StykkisholmurÆfingabúðir SÍL og Siglingadeildar Snæfells verða haldnar á Stykkishólmi dagana 2-8. júlí næstkomandi. Nú liggja fyrir ýmsar upplýsingar um æfingabúðirnar sem má nálgast hér. Æfingabúðirnar eru fyrir alla sem æfa siglingar innan einhvers af siglingafélögum landsins. Frá hverju félagi koma siglarar og þjálfarar með ásamt ábyrgðarmönnum fyrir hópinn (til dæmis foreldrar). Fjölskyldum og vinum siglara er velkomið að koma og fylgjast með. Tom Wilson sem hefur verið með okkur undanfarin tvö ár á æfingabúðunum kemur aftur og gengur það þannig fyrir sig að Tom vinnur með þjálfurunum í að bæta þekkingu og færni þeirra í þjálfun, þjálfararnir nýta þetta svo til að þjálfa siglarana. Því er óhætt að segja að allir fái frábæra æfingu út úr þessum æfingabúðum. 


29173 100139490038568 2950745 nSiglingadeild Snæfells tilkynnir hér með:

Æfingabúðamót verður haldið á kænum á Stykkishólmi laugardaginn 7.júlí 2012.

Keppendur tilkynni þátttöku til Unnar Láru á meðan á æfingabúðum stendur eða í tölvupósti á unnurlara(hjá)hotmail.com fyrir fimmtudagskvöldið 5. júlí og skal fylgja fullt nafn keppanda, bátstegund og seglaauðkenni. Mótsgjald er 500 krónur og skal greiða á skipstjórafundi að morgni keppnisdags. Frekari fyrirmæli eru að finna í keppnistilkynningu hér að neðan.

Tilkynning um keppni er að finna hér.

Um helgina voru haldin tvö siglingamót. Annarsvegar var miðsumarmót kæna haldið í Hafnarfirði og hinsvegar var haldið Þjóðhátí'ðarmót kjölbáta í Reykjavík. Miðsumarmótið var haldið af siglingaklúbbnum Þyt laugardaginn 16.júní. Keppendur voru 17 keppt var í Optimist flokki og opnum flokki.  I Opnum flokki sigraði Hilmar Hannesson Brokey á Lasre standard og í Optimist flokki sigraði Þorgeir Ólafsson líka í Brokey.