865 thytur2

Miðsumarmót  kæna verður haldið af siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði laugardaginn 16.júní. Keppt verður í og við Hafnarfjarðarhöfn. Keppnisstjóri er Áskell Fannberg.

Tilkynningu um keppni er að finna hér.



Um síðastliðna helgi fóru fram tvö siglingamót annars vegar opnunarmót kæna sem haldið var af Siglingafélgainu Ými á Skerjafirði.  Sama dag var haldin Hátíð Hafsins í Reykjavik og þar kepptu kjölbátar á sundunum  með aðstoð Siglingafélags Reykjavíkur Brokey.  Veðrið lék við keppnendur hvort sem þeir sigldu á kjölbátum eða kænum. Myndir úr keppnunum er að finna á heimasíðum félaganna ÝMIR og BROKEY.  Úrslit má sjá hér að neðan.

495 ymirSiglingafélagið Ýmir heldur Opnunarmót Kæna þann 2.júní 2012. Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.

Tilkynningu um keppni má sjá á heimasíðu Ýmis

thjalfararSIL

Þrír kænuþjálfarar (1. stig í nýja kerfinu) voru útrskrifaðir eftir fimm daga námskeið þann 1. júní síðastliðinn. Á námskeiðinu var farið yfir þá grunn þætti sem þarf til að kenna byrjendum að sigla á sjó og landi. Þjálfararnir þrír fengu kennslu í fjóra daga þar sem tækifæri voru gefin til að æfa sig í notkun mismunandi kennsluaðferða og voru svo á fimmta degi metnir auk þess sem símat var á námskeiðinu. Anna Ólöf Kristófersdóttir þjálfunar- og fræðslustjóri sá um kennsluna og símat en Ólafur VÍðir Ólafsson var fenginn til að meta nemendur í lok námskeiðs. 

Á myndinni má sjá þjálfarana að loknu námskeiði auk þjálfunar- og fræðslustjóra SÍL. Frá vinstri: Anna Ólöf Kristófersdóttir, Hulda Lilja Hannessdóttir, Hilmar Páll Hannesson og Aron Þór Hermannsson. Óskum við nýútskrifuðum þjálfurum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá þau kenna siglingar eftir námskrá SÍL í sumar. 

 

 

Meðfyljgandi er tilkynning um keppnin fyrir Hátíð hafsins 2012. Það er siglingafég Reykjavíkur Brokey sem á veg og vanda af keppninni í ár eins og endranær.

Tilkynningu um keppni má finna hér.