Opnunarmót kæna

30-31. maí 2020

Siglingafélagið Ýmir

 

TILKYNNING UM KEPPNI

1 REGLUR

1.1 Keppt verður samkvæmt reglum sem tilgreindar eru í Alþjóða kappsiglingareglum

2017-2020, kappsiglingafyrirmælum SÍL og kappsiglingafyrirmælum mótsins.

1.2 Keppni og samskipti í landi, sjósetningar, upptaka báta, þvottur búnaðar og notkun búningsklefa og annað fara fram með þeim opinberu takmörkunum vegna COVID-19 sem verða i gildi þegar keppnin fer fram.

1.3 Keppnin getur fallið niður eða verið frestað ef upp kemur neikvæð þróun í stöðu COVID-19 sýkinga.

2 AUGLÝSINGAR

2.1 Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt World Sailing reglugerð 20 um auglýsingar.

2.2 Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa sýna á bátum eða búnaði.

3 HLUTGENGI OG ÞÁTTTAKA

3.1 Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum:

  1. Optimist
  2. Laser 4,7
  3. Laser radial
  4. Laser standard
  5. Topper Topaz
  6. Opnum flokki samkvæmt forgjöf frá SÍL

Verði þátttakendur í einhverjum flokki færri en fimm verður sá flokkur hluti af opnum flokki.

4 ÞÁTTTÖKUGJALD

Þátttökugjald á hvern keppanda er kr. 3000. Innifalið er grill eða veitingar eftir keppni.

Gjaldið hækkar í kr. 3500 ef skráning berst eftir kl. 21:00 þann 25. maí. Gjald greiðist inn á reikning: 536 - 26- 6634 Kt:.  470576-0659 

Senda skal staðfestingu á greiðslu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

5 SKRÁNING

Skráning skal berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 mánudaginn 25. maí með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Taka þarf nafn keppanda, kennitölu, seglanúmer, bátstegund, félag sem keppt er fyrir og símanúmer keppanda. Ef keppandi er undir 18 ára þarf nafn og símanúmer foreldris/forráðamanns að fylgja með.

6 TÍMAÁÆTLUN

  1. maí

Skráningafrestur rennur út 21:00

  1. maí

Skipstjórafundur kl. 9:00

Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni kl. 10:25 Ekki verður ræst eftir kl. 15:00

Afhending verðlauna og grill/veitingar fyrir þátttakendur verður að lokinni síðustu umferð.

  1. maí er varadagur, en ef veður/veðurspá verður i betri kantinum þá áskilur keppnisstjóri sér rétt til að nota 31. maí til að fá fleiri umferðir og hafa verðlaunaafhendingu og grill/veitingar á eftir

Ef 31. mai verður notaður þá verður 

Skipstjórafundur kl. 9:00

Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni kl. 10:25 Ekki verður ræst eftir kl. 15:00

Afhending verðlauna og grill/veitingar fyrir þátttakendur verður að lokinni síðustu umferð.

Vegna COVID-19 áskilur keppnisstjóri sér rétt til að hafa startlínur í lengri kantinum til að tryggja 2m bil milli báta og gefa keppendum rúman tíma til sjósetningar og að koma sér út á keppnissvæði.

7 KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLI

Kappsiglingafyrirmælin verða afhent fyrir skipstjórafund og verða birt á tilkynningartöflu á

mótsstað.

8 KEPPNISSVÆÐI

Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.

9 KEPPNISBRAUTIR

Brautum verður nánar lýst í kappsiglingafyrirmælum

10 STIGAGJÖF

Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóðakappsiglingafyrirmælum.

Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, annars kastar hver keppandi sinni lökustu keppni.

11 FJARSKIPTI

Bátar skulu ekki hafa samskipti með talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum.

Þessi takmörkun gildir einnig um farsíma.

Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta.

12 VERÐLAUN

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.

13 TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Keppendur sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4 í Alþjóðakappsiglingafyrirmælum, ákvörðun um að keppa. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna skemmda, líkamstjóns eða dauðsfalla í tengslum við, fyrir eða eftir keppni eða á meðan keppni stendur.

14 ÖRYGGIS- OG GÆSLUBÁTAR

Óskað er eftir því að siglingaklúbbar sem senda börn yngri en 18 ára leggi til að minnsta kosti einn öryggisbát. Öryggis- og gæslubátar skulu halda sig í hæfilegri fjarlægð frá keppendum á tilteknu svæði og mega ekki hafa samskipti við keppendur á meðan á keppni stendur nema í neyðartilvikum.

Tilkynnt verður á skipstjórafundi hvar öryggis- og gæslubátar eiga að vera meðan keppni stendur.

14 FREKARI UPPLÝSINGAR

Frekari upplýsingar fást hjá keppnisstjórn, Aðalsteinn Jens Loftsson, í síma 693 2221 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.