Laugardaginn 14. september 2019 ætla SÍL og Brokey að halda Bart's Bash á Íslandi. Keppnin er haldin samtímis á meira en 600 stöðum í yfir 80 löndum. 

Skráning er á heimasíðunni bartsbash.com

 Við áformum að hittast kl 09:00 og kynna keppnisbraut og skipulag. Þetta er ekki hefðbundið mót, heldur meira gert til heiðurs kappanum honum Bart og úrslitin fara inn í gagnagrunn á síðunni bartsbash.com

Nánari upplýsingar í síma 693 2221

24233788 549144475453048 4687450701817708544 n

Jólagleði og uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu laugardaginn 9. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Í boði er jólahlaðborð á aðeins 2.500 kr.

Veitt verða verðlaun þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Að venju verða afhent verðlaun þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Einnig verður Íslandsbikarinn afhentur. Kjörið tækifæri fyrir siglinga- og kayakfólk til að koma saman og eiga notalega stund á aðventunni. Hægt er að tilkynna þátttöku á facebook-síðu SÍL, en það hjálpar okkur að áætla fjölda matargesta. Allir hjartanlega velkomnir.

 

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð fyrir kænusiglingar. Áætlað er að halda keppnina laugardaginn 9. september. Fylgist með nánari fréttum á Facebook-síðu Brokeyjar.

Lokamót kjölbáta verður haldið laugardaginn 2. september. Að þessu sinni er það Siglingafélagið Ýmir sem heldur mótið. Siglt verður frá Reykjavík til Kópavogs þar sem tekið verður á móti keppendum í félagsheimili Ýmis. Nánari upplýsingar má finna í keppnisfyrirmælum mótsins auk þess sem hægt er að hafa samband við keppnisstjóra Ólaf Bjarna í síma 865 9717 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrirmæli um keppni (NOR)

stormur