Tilkynningin er nokkuð sein á ferðinni hjá SÍL en hefur verið birt á heimasiðu Brokeyjar og Fésbókinni.  Það er Brokey sem heldur keppnina og fer hún fram á Skerjafirði.

Tilkynninguna má finna hér.

Siglingafélagið Þytur heldur opnunarmót kæna nú um helgina. Tilkynning um keppni hefur verið birt og hægt er að finna hana hér.

husavik

IRC logo 2023 transparentBúið er að opna fyrir umsóknir á IRC forgjöfum. Fyrir þá sem voru með forgjöf í fyrra og hafa engu breytt um borð er ferlið óvenju einfalt í ár, einfaldlega að fylla út form sem má finna hér.

Þeir sem hafa gert breytingar á báttnum sem tengjast forgjöf eða eru að hefja keppni þurfa að senda skilaboð þess efnis á SÍL sil(hjá)silsport.is og óska eftir viðeigandi eyðublaði til útfyllingar.

 

 

 

Það blés byrlega um helgina þegar opnunarmót kjölbáta fór fram.  Því miður kom veður og lokanir vegna leiðatogafundar illa við keppendur því þeir náðu ekki að ferja báta sína til Hafnarfjarðar á mótið. Því náðu aðeins tveir báta að taka þátt í mótinu Ísmolinn úr Hafliða og Seiglurnar sigldu svo Sif úr Ými. Að sama skapi var keppnin einstaklega spennandi og þegar fjórum umferðum var lokið voru bátarnir jafnir að stigum. Það þurfti því að leggjast djúpt í reglubækur til að skera úr um hver sigurvegarinn yrði.  Í töflunni hér að neðan má sjá að ekki munaði miklu á milli bátanna. 

Bátur Skipstjóri M-Tími1 R-Tími1 Sæti M-Tími2 R-Tími2 Sæti M-Tími3 R-Tími3 Sæti M-Tími4 R-Tími4 Sæti
Sif Sigríður Ólafsdóttir 00:14:24 00:13:30 1 00:14:02 00:13:10 2 00:14:07 00:13:14 1 00:15:18 00:14:21 2
Ísmolinn Gunnar Geir Haldórsson 00:14:15 00:13:52 2 00:13:16 00:12:55 1 00:15:25 00:15:00 2 00:14:44 00:14:20 1

ism opnunarmót 2opnunarmót sif

 

sillogo.png

Laugardaginn 18. febrúar n.k. verður haldið 50. þing Siglingasambands Íslands.  Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00. Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Hvert siglingafélög innan SÍL  hafa rétt á að tilnefna 3 fulltrúar til að sitja þingið sem eru með tillögu og atkvæðisrétt. Samkvæmt lögum sambandsins (gr.3.5) skulu tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.