Stjórn SÍL vill vekja athygli á þessu:

Fyrir ári síðan endurvöktum við hjá ÍSÍ afreksbúðir okkar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk. Planið var að hafa slíkar afreksbúðir vor og haust. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og breyst. Við erum því að endurskipuleggja fyrirkomulagið hjá okkur a.m.k. tímabundið. Við ætlum núna að vera með rafræna fyrirlestra fyrir unga íþróttamenn sem eru í verkefnum á vegum sérsambanda ÍSÍ. Að sinni a.m.k. verður allt á netinu í beinni útsendingu.

Sem fyrr erum við að horfa til íþróttafólks á aldrinum 15-18 ára (árgangar 2002-2005). Nú erum við ekki bundin af fjöldatakmörkum svo það er ekki hamlandi þáttur. Getið boðið þeim sem eru í afrekshópum á ykkar vegum, á þessum aldri, að taka þátt. Ef að þjálfarar ykkar eða þeir sem halda utan um starfið fyrir ykkur hafa áhuga á að hlusta er það velkomið. Við verðum með fyrirlestra nokkuð þétt núna á næstunni en horfum svo til að vera með um einu sinni í mánuði fræðslufyrirlestra í boði á vorönninni.

Fyrstu fyrirlestrarnir verða haldnir laugardaginn 14. nóvember n.k. dagskráin stendur frá kl. 10.00-12.00 ca.  Ráðgerum að vera svo með í framhaldinu fyrirlestra að kvöldi til mánudaginn 23. nóvember og fimmtudaginn 3. desember. Meðal þess sem fjallað verður um þessa daga er svefn og endurheimt, næring og íþróttir, fjármálalæsi og notkun samfélagsmiðla.

Skráningar þurfa að berast ekki seinna en föstudaginn 6. nóvember. Með skráningu þurfa að fylgja upplýsingar um ykkar þátttakendur þ.e.a.s. nöfn, netföng og kennitala. Dagskrá og nánari upplýsingar um fyrirkomulag fyrirlestranna verður send á skráða þátttakendur og viðkomandi sérsambönd í vikunni fyrir fyrirlesturinn.  

Vonandi er þetta eitthvað sem getur nýst ykkar fólki og þau hafa áhuga á að kynna sér betur. Allir fyrirlestrarnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráningar sendist á Brynju Guðjónsdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ársþingi World Sailing lauk sl sunnudag. Vegna COVID var þingið og atkvæðagreiðslur með rafrænum hætti. Það bar helst til tíðinda að Quanhai Li var kosinn sem nýr forseti. Quanhai Li bauð sig fram gegn Kim Andersen.
Það er ljóst að Quanhai Li fær margar áskoranir á tímum COVID.

Síðast liðinn laugardag tók ný reglugerð um hertar samkomutakmarkanir gildi https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=3edeac13-690b-4681-abbe-e3ab5fd18e6e og gildir til 17. nóvember.

Sem betur fer erum við búin með mest af okkar mótastarfi en þessi reglugerð ásamt því sem áður var komið og ákvarðanir vegna sóttvarnarráðstafana hafa nú þegar valdið kærumálum innan sérsambanda.

Einnig varð fagnaðarfundur Valsmanna ekki gott fréttaefni fyrir Val.

Eftir stendur að þetta hefur áhrif á æfingar 

 

Nýjustu reglur um framkvæmd æfinga og keppni 

Því miður er töluvert um smit í samfélaginu og útlit fyrir að við verðum áfram í baráttunni við veiruna.

Smit hafa komið upp tengt íþróttstarfi og munu eflaust gera áfram.

Ef upp kemur COVID-19 smit í tengslum við íþróttastarf er mikilvægt að forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni séu vel undirbúnir og bregðist rétt við.

Í samstarfi við starfsmenn almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hafa verið útbúnar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við komi upp smit í tengslum við íþróttastarf. Leiðbeiningarnar byggja á grunni verklags og eyðublaða sem unnið hefur verið með í skólastarfi. Í þessu samhengi er horft til barna fæddum 2005 og síðar.

Komi upp smit í íþróttastarfinu er treyst á að viðkomandi íþróttafélag/deild taki að sér ákveðið hlutverk við að safna saman upplýsingum um þá iðkendur sem um ræðir og koma skilaboðum til þeirra og aðstandenda þeirra. Afar mikilvægt er að íþróttafélög sem koma að smitrakningu séu í góðu samstarfi við stuðningsteymi sveitarfélags/sitt sveitarfélag sem kemur að stuðningi við stjórnendur skólanna og munu leiðbeina aðilum innan íþróttahreyfingarinnar á sambærilegan hátt. Hlutverk sveitarfélaganna og stuðningsteyma þar sem þau eru til staðar er að leiðbeina og tryggja að þeir sem þurfa upplýsingar sem tengjast viðkomandi málum fái þær hvort sem er innan sveitarfélags eða þvert á þau. Sveitarfélögin eru upplýst og reiðubúin til að taka við fyrirspurnum frá íþróttahreyfingunni.  

Til að við náum í sameiningu að hefta útbreiðslu veirunnar er mikilvægt að við stöndum öll saman og aðstoðum eins og frekast er unnt.

Verið er að þýða skjölin sem um ræðir á ensku og pólsku og verða þau gerð aðgengileg um leið og þau eru tilbúin.

Ofangreindar leiðbeiningar og stuðningsefni má finna á heimasíðu ÍSÍ – sjá hér.

Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land.

Í fréttatilkynningu sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra er komið inn á fleiri atriði sem tilmæli eru um hér á höfuðborgarsvæðinu.

Tilmælin eru eftirfarandi (fylgja einnig hér með sem viðhengi):

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjöldi smita einkum á höfuðborgarsvæðinu, vegna Covid-19 síðustu daga og aukið hafa líkur á veldisvexti í faraldrinum.

Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga. Tilmælin eru; 

  • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.
  • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.
  • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.
  • Takmörkun fjölda í búðum –einn fari að versla frá heimili ef kostur er.
  • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim
  • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.
  • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk
  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
  • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.
  • Allir á höfuðborgarsvæðinu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sérstaklega vel að sér næstu vikur.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ beinir því einnig til íþróttahreyfingarinnar í heild að taka tillit til þeirra aðstæðna sem skapast hafa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra aðgerða sem sérsambönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjölfarið.

Jafnframt er bent á að tilmæli um ferðalög til eða frá höfuðborgarsvæðinu ná einnig til iðkenda og annarra þátttakenda í íþróttastarfinu.

Á vef stjórnarráðs Íslands hefur verið birt frétt um COVID-19: Um reglur og tilmæli.

Til viðbótar við reglugerð heilbrigðisráðuneytisins sem birt var í fyrradag er í fréttinni vísað til tilmæla sóttvarnarlæknis og þeirra sjónarmiða hans að stöðva beri allt skipulagt íþróttastarf hjá börnum næstu tvær vikurnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilmæli sóttarnarlæknis fela í sér beiðni til fólks um að sýna samstöðu og þá e.t.v. ganga lengra en þarf samkvæmt laganna bókstaf.