Slide1

Siglingaþing23 2Laugardaginn 18. febrúar fór fram 50. Siglingaþing. Á þingið voru mættir fulltrúar frá 5 siglingafélögum og fóru þeir yfir starf síðasta árs og lögðu línur fyrir starfið framundann. Þingið fór vel fram undir styrkri fundartjórn Þingforseta Finns Torfa Stefánssonar sem var formaður Siglingasambandsins á öðru ári þess árið 1976. Gestir þingsins voru þeir Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem ávarpaði þingið.  Á þinginu fór einnig fram kosning til stjórna og í stuttu mál þá var stjórnin endurkjörin með þeirri breytingu að í stað Ríkarðs Daða Ólafssonar var kosin Maria Sif Guðmundsdóttir í sæti varamans.  Hægt er að nálgast skýrslu stjórnar hér og þinggerðin hér.

RS Aero The Gorge D4 01072022Þann 21. ágúst hefst fyrsta alþjólega kænumótið sem haldið hefur verið á Íslandi síðan á smáþjóðleikunum 1997.  Mótið er haldið af siglingaklúbbnum Nökkva og RS Aero classanum. 20 keppendur koma frá 7 þjóðum til að taka þátt í mótinu á Pollinum á Akureyri .  Mótið hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og standa vonir til að þetta að hægt verði að halda fleiri slík mót hér á landi á næstu árum. Nánari fréttir af mótinu verða á facebook síðu SÍL og RS Sailing.   Í tengslum við mótið verður keppnistjórnarnámskeið haldið þann 17. ágúst í Plaza hótel í Reykjavik.

Á lokahófi SÍL þann 15.október voru veittar viðurkenningar fyrir siglingafólk ársins. Góð mæting var á lokahófið sem haldið var á veitingastaðnum Sky á Centerhotel Arnarhvoll með útsýni yfir sundin blá. 311898569 5517381654993472 7756599597546177783 nHólmfríður Gunnarsdóttir úr Brokey var valin siglingakona ársins en hún hefur keppt fyrir Íslands hönd á ILCA 6 auk þess að vera í toppsætum á siglingamótum sumarsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

309626202_5517381464993491_6646356606721235619_n.jpgÞórarinn Stefánsson úr Brokey var valin siglingamaður ársins en hann er margfaldur Íslands og Íslandsbikars meistari sem skipstjóri Dögunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

311918066_5538245922907045_4137875965089770891_n.jpgSiglingarefni ársins var Veronica Sif úr Þyt. Hún hóf siglingar á síðasta ári en hefur sýnt gríðarlegar framfarir á þeim stutta tíma sem hún hefur keppt í siglingum. Hún varð 2 á Íslandsmeistarmótinu í Optimst og vann lokamótið sem haldið var á Akureyri í haust. Auk þess sem hún tók þáttt í Norðurlandamótinu í Optimist.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjálfboðaliði ársins var Unnar Már úr Siglingafélaginu Hafliða.

Það var svo áhöfnin á Siguvon sem vann Íslandsbikarinn 2022311890809 5517380931660211 4071429028852084195 n

 

opmot22kbOpnunarmót Kjölbáta fór fram um helgina í boði Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði. Siglt var frá Reykjavikur höfn til Hafnarfjarðar og tóku fjórir bátar þátt í keppninni. Fyrsti bátur kom í mark á 2 klukkustundum og 25 mínútum og var það Ísmolinn en með forgjöf endaði hann í öðru sæti.

Í fyrsta sæti var Sigurborgin úr Siglingafélaginu Ými og var Hannes Sveinbjörnsson skipstjóri voru þeir 5 umreiknuðum mínútum á undan Ísmolanum úr Siglingafélaginu Hafliða undir stjórn Gunnars Geir Halldórssonar.  Það voru svo Brokeyingarnir á Dögun undir stjórn Þórarins Stefánsssonar sem vermdu 3 sætið  rúmri 1 umreiknaðri mínútu á eftir Ísmolanum. Íris úr Siglingfélagi Reykjavíkur Brokey lenti svo í 4 sæti undir stjórn Arons Árnasonar

 

 

 

Subcategories