Hvernig líður hinsegin ungu fólk í íþróttum? Eru íþróttir fyrir alla? Þessum spurningum og öðrum  verður svarað fimmtudaginn 4. febrúar í Háskólanum í Reykjavík kl. 13:00 – 16:00. Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG).

Vegna samkomutakmarkana verður ekki hægt að mæta í sal en ráðstefnunni verður streymt á Youtube rás leikana. Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna á rig.is og facebook. Streymið er opið öllum en við hvetjum alla til að skrá sig hér.

Að ráðstefnunni standa: Íþróttabandalag Reykjavíkur, íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG – Reykjavík International Games.

 Hér eru nýjustu reglurnar sem SÍL hefur fengið samþykktar

SÍL hefur nú fengið þessar reglur og leiðbeiningar samþykktar sem eru í þessum link og þær eru birtar hér. Reglur vegna COVID-19

Hvert siglingafélag þarf nú að hafa sóttvarnarfulltrúa.

Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð keppni, æfingum og námskeiðum fullorðinna í siglingum verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að stunda siglingar á Íslandi fyrir fullorðna siglingamenn sem vilja sigla, æfa, keppa eða halda námskeið með sem minnstri áhættu þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.

SÍL hvetur öll siglingafélög  til að birta þetta líka á sínum heimasíðum, Facebooksíðum og víðar eftir því sem við á.

Í kvöld var haldinn boðaður fjarfundur með formönnum til að ákveða skipulag keppnisframhaldsins með það að markmiði að klára keppnisalmanakið með breytingum. Ekki áttu allir kost á að mæta

Á fundinum voru; Aðalsteinn Jens Loftsson, Markús Pétursson, Ólafur Már Ólafsson, Tryggvi Heimisson, Guðmundur Benediktsson og Baldvin Björgvinsson.

Við vonum að sem flestir verði sáttir við niðurstöðuna.

  1. Brokey getur hafið þriðjudagskeppnir á morgun 25. ágúst 2020 á venjulegum tíma
  2. Opnunarmóti, Íslandsmóti og Lokamóti Kjölbáta verður slegið saman dagana 4, 5 og 6 september með helgina 12-13 september til vara. Fyrirkomulagið verður þannig að kepptar verða 7 umferðir til Íslandsmeistara. Einnig verði veitt sérstök verðlaun fyrir fyrstu umferðina sem teljist einnig Opnunarmót kjölbáta og fyrir síðustu umferðina sem teljist Lokamót kjölbáta 

Gert er ráð fyrir að það verið hægt að birta NOR fyrir lið 2 hér að ofan á morgun.

 

Siglingasamband Íslands leitar að starfsmanni í hlutastarf á skrifstofu sambandsins í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, er jákvæður og á auðvelt með samskipti við fólk á öllum aldri. Starfsmaður heyrir beint undir stjórn sambandsins og megin hlutverk er eftirfylgni við stefnu og markmið hennar.

STARFSSVIÐ

  • Daglegur rekstur og stjórnun. Í því felst m.a. gerð ársáætlunar, rekstraráætlunar og eftirfylgni við stefnu og markmið stjórnar
  • Sjá um samskipti sambandsins, við hagsmunaaðila ÍSÍ og alþjóða aðila, vefsíðu sambandsins og samfélagsmiðla.
  • Halda utan um viðburði og fundi á vegum sambandsins.
  • Gæðamál, eftirfylgni með mótahaldi og keppnisgögnum.
  • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð
  • Bóka ferðir á íþróttamót og fundi sem sambandið sækir.
  • Önnur tilfallandi verkefni skv ákvörðun stjórnar.

HÆFNISKRÖFUR

  • Mjög góður í mannlegum samskiptum.
  • Geta tjáð sig í ræðu og riti á Íslensku og ensku. 
  • Skipulagshæfni og getu til að starfa sjálfstætt.
  • Sveigjanleiki í vinnutíma.
  • Þekking á helstu forritum Microsoft office. 
  • Jákvæðni og metnaður.
  • Bílpróf og aðgangur að bíl.

´Áhugasamir sendi umsóknarbréf og ferilskrá á netfagnið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 3. apríl 2020.

Subcategories