sillogoSiglingaþing var haldið nú á laugardaginn 21.febrúar. Þingforseti var Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR og fyrrum stjórnarmaður SÍL. Því miður var mæting á þingið slök og dugði hún rétt til að manna nefndir.  Hvað veldur áhugaleysi siglingafélaganna er óljóst en vonandi er þetta ekki vísbending um áhugaleysi á framgangi siglingaíþróttarinnar. Fyrir þinginu lá ný afreksstefna og var hún samþykkt með smá breytingum. Einnig var samþykkt mótaskrá fyrir 2015 og dagsetningar fyrir 2016.

Fyrir þinginu lá einnig gátlisti fyrir mótahald og leiðbeiningar fyrir keppnisstjórn. Sá listi verður settur á vefsíðu SÍL á næstu dögum. Árskýrslu SÍL 2014 má nálgast hér.