SÍL viðurkennd siglingakennsla 2025
- Details
Nú á miðvikudag heimsótti Siglingasambandið ásamt Rob Holden þrjú siglingfélög og fór yfir öryggismál og kennsluhætti með forsvarsmönnum. Öll þrjú félögin Brokey, Ýmir og Þytur stóðust skoðun og hlutu viðurkenningu SÍL fyrir. SÍL viðurkennd siglingakennsla byggir á aðferðum sem þróaðar hafa verið meðal helstu siglingaþjóða og er markmiðið að siglingakennsla á Íslandi verði á pari við það sem gerist best erlendis. Síðar í sumar eigum við von á gestum frá Alþjóða Siglingasambandi til að taka út fræðslu og öryggismálin hér og utanumhald SÍL. Standist sambandið allar kröfur mun það hljóta vottun Alþjóða Siglingasambandsins. SÍL þakkar þeim félögum sem hafa byggt upp starf sitt á námskrá SÍL og stefnu um öryggismál fyrir stuðninginn og óskar þeim til hamingju með árangurinn í uppbyggingarstarfi sínu.
Opnunarmót Kjölbáta 2025
- Details
Opnunarmót kjölbáta fór fram á Sundunum við Reykjavik nú á laugardag. Það var ferskur vindur og glampandi sól, aðstæður eins og best verður ákosið. Fjórir bátar voru skráðir til keppni og sigldar voru 4 umferðir sem voru tæpar 30 mínútur hver. Þessi breyting á mótinu lagðist vel í keppnendur og voru þeir almennt ánægðir með að taka brautar keppnir á Opnunarmótinu. Keppnisstjóri var Aðalsteinn Jens Loftsson.
Úrslit urðu eftirfarandi
Sæti | Bátur | Félag | Skipstjóri | Áhöfn | ||
1 | Besta | Brokey | Emil Pétursson | Arnar Jónsson Ólafur Már Ólafsson Úlfur H. Hróbjartsson | ||
2 | Dögun | Brokey | Þórarinn Stefánsson | Jón Ólafsson Magnús Arason | ||
3 | Íris | Brokey | Aron Árnason | Jón Orri Aronsson Óskar Gunnarsson Sigurður Magnússon | ||
4 | Sigurborg | Ýmir | Smári Smárason | Hjörtur Sigurðsson Jóhannes Sveinsson | ||
Nánari úrslit og siglingatíma má finna á rafrænni upplýsingatöflu mótsins.
Úrslit Opnunarmót Kæna
- Details
Opnunarmót Kæna fór fram í Hafnarfirði nú um helgina. Það leit ekki vel út í upphafi dags þar sem lítil vindur var á svæðinu. Von var á vindi upp úr klukkan 11 og var stefnt á að hefja keppni þá. 9 bátar tóku þátt í keppninni og var keppt í tveimur flokkum Opnum flokk og Optimst. Sigldar voru 4 umferðir eins og gert var ráð fyrir. Úrslit urður eftirfarandi:
SÆTI | OPINN FLOKKUR | FÉLAG |
1 | Veronica Sif Ellertsdóttir | Þytur |
2 | Aðalsteinn Jens Loftsson | Ýmir |
3 | Daníel ernir Jóhann Gunnarsson | Brokey |
4 | Elías J Burgos | Ýmir |
SÆTI | OPTIMIST | FÉLAG |
1 | Guðmundur Leó Gunnarsson | Brokey |
2 | Heimir halldórsson | Brokey |
3 | Jökull Orri Aríelsson | Þytur |
4 | Lioba Helen Shijo | Þytur |
5 | Philip M. Rögnvaldsson Krueger | Þytur |
Á myndinni hér að ofan eru verðlaunahafar í Optimist flokki
Tilkynning um keppni Opnunarmót kæna
- Details
Tilkynning um keppni NOR vegna Opnunarmóts kæna hefur verið birt á Upplýsingasíðu viðburðarins. Þar er einnig að finna skráningarform og umsókn um Keppnisleyfi SÍL 2025
Gert er ráð fyrir að keppt verði þann 24. Maí og sigldar 4 umferðir. Vonumst til að sjá sem flesta á mótinu.
Hlekkur á upplýsingasíðuna er hér
Page 1 of 58