454901616 960439759427322 6679975903215977941 nÍslandmeistaramótum í siglingum lauk nú um helgina á sundunum við Reykjavik. Mótin tókust vel og þakkar SÍL öllum þeims sjálfboðaliðum fyrir Brokey og Nökkva sem tóku þátt og gerðu mótin möguleg. 

ILca 6 fleetHólmfríður Gunnarsdóttir úr Brokey er stödd í Portúgal til að taka þátt í heimsmeistaramóti U21 á ILCA 6 (áður Laser Radial)  Keppendur eru 80 frá 34 löndum og ljós er að keppnin verður hörð.  Hólmfríður hefur verið við æfingar í Portúgal síðustu viku til að kynnast aðstæðum og taktík á svæðinu. Hægt er að fylgast með á heimasíðu mótisins https://2024ilcau21.ilca-worlds.org/ og á FB síðu https://www.facebook.com/groups/450039050911252

 

 

IRCNú er örstutt í að siglingasumarið hefjist og tími kominn til að sækja um forgjöf eða endurnýjun á henni.  Til að endunýja forgjöf þarf að fylla út revalidaion form sem hægt er að finna hér og senda á SÍL This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir sem eru að sækja um endurnýjun á forgjöf þurfa aðeins að setja inn breytingar sem orðið hafa á bátnum ef einvherjar hafa verið gerðar. Vegna breytinga á reglum þurfa allir að tilgreina fjölda framsegla og hvort þau séu á rúllu eða stagfest. 

Þeir sem eru að sækja um fogjöf í fyrsta sinn hafi samband við siglingasambandið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við munum aðstoða ykkur við umsóknarferlið.

Nánari upplýsingar um forgjöfina má finna á heimasíður RORC rating. https://ircrating.org/

malþingSiglingasamband Íslands stóð fyrir málþingi í byrjun mánaðarins í húsakynnum Þyts í Hafnarfirði. Gunnar Haraldsson formaður setti þingið og kynnti til leiks þrjá fyrirlesara sem fjölluðu þeir allir um málefni tengd starfsemi íþróttafélaga. Jón Reynir Reynisson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ hélt erindi um fyrirmyndafélaga ÍSÍ og hvernig það nýtist við stjórnun Íþróttafélaga og auðveldar alla vinnu með stöðluðum vinnubrögðum og handbókum.  Um er að ræða frábært verkefni af hálfu ÍSÍ sem nýtist í starfi allra íþróttafélaga.   Að loknu erindi Jóns spunnust góðar umræður uns Þóra Gunnarsdóttir frá Skautasambandi Íslands hélt erindi um sjálfboðaliða, hvernig standa á að því að finna þá, halda utan um starf þeirra og halda þeim ánægðum í starfi. Erindi Þóru var einstaklega áhugavert enda hefur hún langa reynslu í að starfa með sjálfboðaliðum sem sjálfboðaliði.  Var hún meðal annars tilnefnd til íþróttaeldhugans árið 2022.  Eftir miklar umræður um sjálfboðaliðann tók Vésteinn Hafsteinsson Afreksstjóri ÍSÍ við og fjallaði um afreksstarf og hvað þarf til til að skapa rétta umgerð utan um afreksstarf.  Erindi Vésteins var afar vel tekið og upplýsandi fyrir siglingafélögin.   Gerður var góður rómur að framtaki SÍL og vonast er eftir fleiri slík þing verði haldin í framtíðinni.

 

Í dag verður haldið 51. Siglingaþing SÍL. Þingið verður með hefðbundum hætti og haldið í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Skýrsla stjórnar liggur fyrir og er hægt að nálgasthana hér.  Það er ekki margt sem liggur fyrir þinginu, fjallað verður um mótaskrá komandi sumars og drög að næsta sumri lSiglingaþing23 2ögð. Ein lagabreyting liggur fyrir og um að fella út ákvæði um merki SÍL úr lögum. Nánar veðrur fjallað um þingið eftir að því er lokið og samþykktir ligga fyrir. 

Subcategories