Hallar að hausti
- Details
Þann 6. September fer fram lokamót kjölbáta sem er síðasta keppni í mótaröðum SÍL þetta sumarið. Þar ræðst hvaða áhöfn vinnur Íslandsbikarinn í ár.
Heilt yfir hefur mótahald gengið vel með nýju fyrirkomulagi en enn er rúm til að gera betur Síl hefur haft umsjón með keppnum í samvinnu við siglingarfélögin og hugmyndin var að félögin myndu nýta keppnina til að búa til viðburð innan hvers félags. Nýtt kerfi var innleitt við upplýsingagjöf fyrir mót og reyndist það vel. Búið er að krýna Íslandsmeistara í flestum flokkum í Optimist var Heimir Halldórsson Brokey Íslandsmeistari, Hrafnkell Stefán Hannesson Brokey varð íslandsmeistari í Ilca 7 og Hólmfríður Gunnarsdóttir Brokey í Opnum flokki. Íslandsmeistari kjölbáta varð áhöfnin á Írisi úr Siglingafélagi Reykjavikur Brokey.
Úrslit þeirra móta ársins má finna hér.
Guðmundur Gunnarsson Heimir Halldórsson og Lioba Helen Shijo (fhtv) skiipuðu þrjú efstu sætin á Íslandmeistaramóti Optimist.
Sigurður Haukur Birgisson, Hrafnkell Stefán Hannesson og Björn Thor Stefánsson voru efstir í ILCA 7
Daníel Ernir Gunnarsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir og Eilias Burgos sigurvergarar á Íslandsmóti í Opmun flokki
Áhöfnin á Írisi þeir Óskar Gunnarsson Sigurður Magnússon Jón Orri Aronsson og Aron Árnason
Íslandsmeistaramót kæna 1 2025
- Details
Tilkynning um keppni hefur verið birt á upplýsingassíðu mótsins. Fyrra Íslandsmót kæna er ætlað ILCA, RS Aero, Finn og svipuðum bátum auk tveggja manna kæna. Mótið verður haldið í Skerjafirði og innfjörðum dagana 25.-27. júlí.
Aðalsteinn á Evrópumeistaramóti AERO
- Details
Aðalsteinn Jens Loftsson úr siglingafélaginu Ými er keppir nú á Evrópumeistaramótinu í Aero á Garda vatni. Eftir tvo daga er Aðalsteinn í 19 sæti en bestum árangri náði hann í 2 umferð þegar hann náði 8 sæti. Myndaalbúm frá keppninni er hægt að finna HÉR Og fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum þá birtast þau HÉR
Um hundrað keppendur eru á mótinu og er keppt á Aero 5, 6, 7 og 9. Aðalsteinn er í flokki Aero 7 ástamt 26 öðrum keppendum Peter Barton frá Bretlandi leiðir keppnina í flokknum, Ekki er keppt í dag vegna jarðafarar Páfa en keppni veðrur haldið áfram á morgun.
Opnunarmót Kjölbáta 2025
- Details
Opnunarmót kjölbáta fór fram á Sundunum við Reykjavik nú á laugardag. Það var ferskur vindur og glampandi sól, aðstæður eins og best verður ákosið. Fjórir bátar voru skráðir til keppni og sigldar voru 4 umferðir sem voru tæpar 30 mínútur hver. Þessi breyting á mótinu lagðist vel í keppnendur og voru þeir almennt ánægðir með að taka brautar keppnir á Opnunarmótinu. Keppnisstjóri var Aðalsteinn Jens Loftsson.
Úrslit urðu eftirfarandi
Sæti | Bátur | Félag | Skipstjóri | Áhöfn | ||
1 | Besta | Brokey | Emil Pétursson | Arnar Jónsson Ólafur Már Ólafsson Úlfur H. Hróbjartsson | ||
2 | Dögun | Brokey | Þórarinn Stefánsson | Jón Ólafsson Magnús Arason | ||
3 | Íris | Brokey | Aron Árnason | Jón Orri Aronsson Óskar Gunnarsson Sigurður Magnússon | ||
4 | Sigurborg | Ýmir | Smári Smárason | Hjörtur Sigurðsson Jóhannes Sveinsson | ||
Nánari úrslit og siglingatíma má finna á rafrænni upplýsingatöflu mótsins.
IRC forgjafir 2025
- Details
Búið er að opan fyrir umsóknir fyrir forgjafi 2025. Þeir sem voru með með forgjöf á síðasta ári fá umsóknar eyðublað sent í tölvupósti og þeir sem hafa huga á að fá sér forgjöf fyrir sumarið hafið sambandi við SÍL með tölvupósti þar sem fram kemur nafn umsóknar aðila og nafn og gerð báts.
Subcategories
Page 1 of 11