Vel heppnað þjálfaranámskeið
- Details
Siðustu fjóra daga hafa 19 umgmenni sótt þjálfaranámskeið SÍL. Námskeiðið er fyrsti liður í innleiðingu á nýju þjáfaramenntakerfi SÍL. Gunnar Hlynur Úlfarsson og Ísabella Sól Tryggvadóttir leiddu námskeiðið en þau hafa verið undir leiðsögn Rob Holden fyrrum þróunarstjóra World Sailing til að undirbúa námið. Nemendur voru úr 5 siglingafélögum og stoðu sig með prýði. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Æfingabúðir SÍL og Brokeyjar 2019
- Details
Líkt og undanfarin ár verða æfingabúðir fyrir kænusiglara í sumar. Að þessu sinni er það Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey sem aðstoðar SÍL við framkvæmd.
Æfingabúðirnar standa frá 29. júní til 4. júlí, en að þeim loknum verður að venju haldið Æfingabúðamót 5. og 6. júlí. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 20.000 kr. og mótsgjald 3.500. Allar nánari upplýsingar má finna í upplýsingaskjali á vefsíðu Brokeyjar.
Myndirnar að ofan eru frá æfingabúðunum 2018, sem haldnar voru á Akranesi í samstarfi við Sigurfara.
Í ljósi umræðunnar um #metoo
- Details
Talsvert hefur verið rætt um kynferðislegt áreiti og ofbeldi á undanförnum dögum og af því tilefni er rétt að benda það góða starf sem ÍSÍ hefur unnið í baráttunni gegn þessum ófögnuði. Meðal annars hefur verið gefinn út bæklingurinn Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum og hvetjum við alla þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða í íþróttastarfi til að lesa þennan bækling. Markmið með útgáfu bæklingsins er m.a. að auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum, hvetja til umræðu, fræða þá sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar um hvað geti talist kynferðislega misnotkun og hvaða lagaskilyrði gilda í þessu samhengi. Einnig hefur ÍSÍ gefið út siðareglur og hegðunarviðmið sem íþróttafélög geta notað sem viðmið við gerð eigin viðmiða og reglna.
Gott er að muna að það er alltaf hægt að fá samband við aðila sem vita hvernig best er að taka á þessum málum og því þurfum við ekki að finna upp hjólið sjálf. Þetta er því miður ekki nýtt vandamál en nú er verið að rjúfa þagnarhuluna sem hefur umlukið þessi mál og það er hlutverk okkar allra að uppræta þetta ofbeldi.
Síðast en ekki síst skal benda á að ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.
Öryggisbátanámskeið
- Details
SÍL stendur fyrir öryggisbátanámskeiði í samstarfi við Þyt í Hafnarfirði. Námskeiðið, sem er dagsnámskeið, verður haldið fimmtudaginn 6. júní og hefst kl. 08:00. Kennarinn kemur frá Slysavarnaskóla sjómanna og verður kennt skv. námsskrá Slysavarnaskólans og viðmiðum Samgöngustofu.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu hafa samband við SÍL og félagið sitt sem allra fyrst.
Fræðsla og þjálfun
- Details
Siglingasamband Íslands leggur mikla áherslu á menntun þjálfara og öryggismál. Stöðug vinna fer fram við að bæta gögn og kennsluaðferðir fyrir þjálfara og siglingafólk auk þess sem afreksstefna SÍL er reglulega endurskoðuð. Þessi hluti vefsins er því í þróun og getur tekið nokkrum breytingum á næstu misserum.