Frá formanni SÍL
- Details
Vegna þess að nú erum við með þá stöðu að ekki tókst að sigla Íslandsmót á kænum á auglýstri helgi og það tókst heldur ekki að sigla nema 2 umferðir á Íslandsmóti á kjölbátum á auglýstri helgi, þá hef ég beðið Jón Pétur Friðriksson starfsmanni SÍL að fara yfir hvað beri að gera í þessum málum og hann er með heimild til að óska eftir aðstoð frá ÍSÍ um hvað beri að gera. Ég mundi hvorki vilja vera í þeirri stöðu að vinna eða tapa titli á grunni tveggja umferða nema að óvilhallir aðilar hafi kannað réttmæti þess.