Siglingaþing var haldið þann 22 febrúar síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Fyrir þinginu lágu hefðbuninn þingstörf og mættu fulltrúar siglingafélagan til að fara yfir mótaskrá og fjármál sambandsins auk þess að velja því nýja stjórn.
Fáar tillögur lágu fyrir þinginu en þó lá fyrir stjórn tillaga um breytingar á kappsiglingafyrirmælum er varða íslandsmeistaramót er varðaði fjölda umferða og uppstilllingu brauta. Nokkur umræða spratt um tillögur stjórnar sem á endanum var felld. Eigi að síður kom fram skýr vilji til þess að SÍL gegndi veigameira eftirlitshlutverki með mótahaldi.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn sambandsins en þau Sigurjón Magnússon Kayakklúbbnum, Ragnar Hilmarsson Þyt, Gunnar Geir Halldórsson Þyt, Marcel Mendes da Costa Brokey gáfu ekki kost á sér til frekari stjórnasetu en í þeirra stað voru þau Ríkarður Daði Ólafsson Ými, Markús Pétursson Þyt, Hulda Stefania Hólm Þyt, Sigríður Ólafsdóttir Ými, og Ólafur Bjarnason Ými kosinn. Aðalsteinn Jens Loftsson verður sjálfkjörinn til áframhaldandi formennsku Siglingasambands Íslands.
Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta stjórnarfundi.
Þinggerð fundarins verður birt á næstu dögum.