SÍL hefur nú fengið þessar reglur og leiðbeiningar samþykktar sem eru í þessum link og þær eru birtar hér. Reglur vegna COVID-19
Hvert siglingafélag þarf nú að hafa sóttvarnarfulltrúa.
Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð keppni, æfingum og námskeiðum fullorðinna í siglingum verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að stunda siglingar á Íslandi fyrir fullorðna siglingamenn sem vilja sigla, æfa, keppa eða halda námskeið með sem minnstri áhættu þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.
SÍL hvetur öll siglingafélög til að birta þetta líka á sínum heimasíðum, Facebooksíðum og víðar eftir því sem við á.