Í kvöld var haldinn boðaður fjarfundur með formönnum til að ákveða skipulag keppnisframhaldsins með það að markmiði að klára keppnisalmanakið með breytingum. Ekki áttu allir kost á að mæta
Á fundinum voru; Aðalsteinn Jens Loftsson, Markús Pétursson, Ólafur Már Ólafsson, Tryggvi Heimisson, Guðmundur Benediktsson og Baldvin Björgvinsson.
Við vonum að sem flestir verði sáttir við niðurstöðuna.
- Brokey getur hafið þriðjudagskeppnir á morgun 25. ágúst 2020 á venjulegum tíma
- Opnunarmóti, Íslandsmóti og Lokamóti Kjölbáta verður slegið saman dagana 4, 5 og 6 september með helgina 12-13 september til vara. Fyrirkomulagið verður þannig að kepptar verða 7 umferðir til Íslandsmeistara. Einnig verði veitt sérstök verðlaun fyrir fyrstu umferðina sem teljist einnig Opnunarmót kjölbáta og fyrir síðustu umferðina sem teljist Lokamót kjölbáta
Gert er ráð fyrir að það verið hægt að birta NOR fyrir lið 2 hér að ofan á morgun.