Nú á sunnudag fór fram 49. Siglingaþing SÍL. Ekki lágu margar tillögur fyrir þinginu en framfóru hefðbundin aðalfundarstörf. Aðalsteinn Jens Loftsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu en gaf þó kost á sér til setu í stjórn til ráðgjafar og stuðnings við nýjan formann og stjórn. Meðal mála sem lágu fyrir var mótaskrá 2022 og 2023 og eru þær birtar undir flipanum Mótahald hér vinstra megin. Góðar umræður voru á þinginu og einhugur um framgang siglingaíþróttarinnar á Íslandi.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn og komu fimm nýjir stjórnarmenn að borðinu.
Nýja stjórnin á enn eftir að skipta með sér verkum en hana skipa:
Gunnar Haraldsson formaður
Anna Karen Jörgensdóttir meðstjórnandi
Anrar Jónsson meðstjórnandi
Gauti Elvar Arnarson meðstjórnandi
Markús Pétursson meðstjórnandi
Varamenn eru
Aðalsteinn Jens Lofstsson
Gunnar Úlfarsson
Ríkarður Ólafsson
Hægt er að nálgast þinggerð þingsins hér.