Iüroüttafoülk aürsinns 2021 64 smSíðastliðinn föstudag veitti ÍSÍ íþróttafólki sérsambandanna fyrir góðan árangur á árinu 2021. Afheningin tafðist vegna kórónuveirufaraldursins en eins og áður segir fór framm á föstudaginn.

Siglngafólk ársins 2021 voru þau Hólmfríður Gunnardóttir Brokey og Aron Árnason Brokey

Hólmfríður Gunnarsdóttir er okkar fremsta kænu siglingakona hún hefur stundað siglingar í Siglingafélaginu Brokey síðan hún man eftir sér. Byrjaði að keppa á optímisti þegar hún var níu ára með góðu móti og var alltaf að bæta sig. Þegar hún varð sextán ára færðist hún upp um flokk og hóf að sigla Laser, þar sem hún náði góðum árangri keppti m.a. nokkrum sinnum á Norðurlandamóti unglinga. Hólmfríður keppti á Heimsmeistaramóti Unglinga í Oman, Desember 2021 og lenti í 42 sæti. Þetta er besti árangur Íslands á alþjóðasiglingamóti í ár. Besti árangur hennar í keppninni var 25. sæti í umferð nr. 6. 

Aron Elfar Árnason er eigandi og skipstjóri skútunnar Íris sem er af gerðinni X-79. Hann keppir fyrir Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey og hefur gert það til fjölda ára. Aron og áhöfn hans hafa staðið sig vel undanfarin ár og í ár gekk allt upp hjá þeim. Ekki aðeins náðu þeir frábærum árangri á Íslandsmeistaramótinu í sumar með sigri í þremur umferðum og öðru sæti í öðrum þremur sem skilaði skútunni Írisi í öruggt fyrsta sæti heldur unnu þeir einnig MBL mótaröðina með öryggi. Árangur Írisar og skipstjóra hennar á árinu er ástæða þess að Aron er svo sannarlega Siglingamaður ársins 2021.