Opnunarmót Kjölbáta fór fram um helgina í boði Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði. Siglt var frá Reykjavikur höfn til Hafnarfjarðar og tóku fjórir bátar þátt í keppninni. Fyrsti bátur kom í mark á 2 klukkustundum og 25 mínútum og var það Ísmolinn en með forgjöf endaði hann í öðru sæti.
Í fyrsta sæti var Sigurborgin úr Siglingafélaginu Ými og var Hannes Sveinbjörnsson skipstjóri voru þeir 5 umreiknuðum mínútum á undan Ísmolanum úr Siglingafélaginu Hafliða undir stjórn Gunnars Geir Halldórssonar. Það voru svo Brokeyingarnir á Dögun undir stjórn Þórarins Stefánsssonar sem vermdu 3 sætið rúmri 1 umreiknaðri mínútu á eftir Ísmolanum. Íris úr Siglingfélagi Reykjavíkur Brokey lenti svo í 4 sæti undir stjórn Arons Árnasonar