Þann 21. ágúst hefst fyrsta alþjólega kænumótið sem haldið hefur verið á Íslandi síðan á smáþjóðleikunum 1997. Mótið er haldið af siglingaklúbbnum Nökkva og RS Aero classanum. 20 keppendur koma frá 7 þjóðum til að taka þátt í mótinu á Pollinum á Akureyri . Mótið hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og standa vonir til að þetta að hægt verði að halda fleiri slík mót hér á landi á næstu árum. Nánari fréttir af mótinu verða á facebook síðu SÍL og RS Sailing. Í tengslum við mótið verður keppnistjórnarnámskeið haldið þann 17. ágúst í Plaza hótel í Reykjavik.
Fyrsta alþjóðlega kænukeppnin í 25 ár
- Details