Á lokahófi SÍL þann 15.október voru veittar viðurkenningar fyrir siglingafólk ársins. Góð mæting var á lokahófið sem haldið var á veitingastaðnum Sky á Centerhotel Arnarhvoll með útsýni yfir sundin blá. Hólmfríður Gunnarsdóttir úr Brokey var valin siglingakona ársins en hún hefur keppt fyrir Íslands hönd á ILCA 6 auk þess að vera í toppsætum á siglingamótum sumarsins.
Þórarinn Stefánsson úr Brokey var valin siglingamaður ársins en hann er margfaldur Íslands og Íslandsbikars meistari sem skipstjóri Dögunar.
Siglingarefni ársins var Veronica Sif úr Þyt. Hún hóf siglingar á síðasta ári en hefur sýnt gríðarlegar framfarir á þeim stutta tíma sem hún hefur keppt í siglingum. Hún varð 2 á Íslandsmeistarmótinu í Optimst og vann lokamótið sem haldið var á Akureyri í haust. Auk þess sem hún tók þáttt í Norðurlandamótinu í Optimist.
Sjálfboðaliði ársins var Unnar Már úr Siglingafélaginu Hafliða.
Það var svo áhöfnin á Siguvon sem vann Íslandsbikarinn 2022