malþingSiglingasamband Íslands stóð fyrir málþingi í byrjun mánaðarins í húsakynnum Þyts í Hafnarfirði. Gunnar Haraldsson formaður setti þingið og kynnti til leiks þrjá fyrirlesara sem fjölluðu þeir allir um málefni tengd starfsemi íþróttafélaga. Jón Reynir Reynisson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ hélt erindi um fyrirmyndafélaga ÍSÍ og hvernig það nýtist við stjórnun Íþróttafélaga og auðveldar alla vinnu með stöðluðum vinnubrögðum og handbókum.  Um er að ræða frábært verkefni af hálfu ÍSÍ sem nýtist í starfi allra íþróttafélaga.   Að loknu erindi Jóns spunnust góðar umræður uns Þóra Gunnarsdóttir frá Skautasambandi Íslands hélt erindi um sjálfboðaliða, hvernig standa á að því að finna þá, halda utan um starf þeirra og halda þeim ánægðum í starfi. Erindi Þóru var einstaklega áhugavert enda hefur hún langa reynslu í að starfa með sjálfboðaliðum sem sjálfboðaliði.  Var hún meðal annars tilnefnd til íþróttaeldhugans árið 2022.  Eftir miklar umræður um sjálfboðaliðann tók Vésteinn Hafsteinsson Afreksstjóri ÍSÍ við og fjallaði um afreksstarf og hvað þarf til til að skapa rétta umgerð utan um afreksstarf.  Erindi Vésteins var afar vel tekið og upplýsandi fyrir siglingafélögin.   Gerður var góður rómur að framtaki SÍL og vonast er eftir fleiri slík þing verði haldin í framtíðinni.