Aðalsteinn Jens Loftsson úr siglingafélaginu Ými er keppir nú á Evrópumeistaramótinu í Aero á Garda vatni. Eftir tvo daga er Aðalsteinn í 19 sæti en bestum árangri náði hann í 2 umferð þegar hann náði 8 sæti. Myndaalbúm frá keppninni er hægt að finna HÉR Og fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum þá birtast þau HÉR
Um hundrað keppendur eru á mótinu og er keppt á Aero 5, 6, 7 og 9. Aðalsteinn er í flokki Aero 7 ástamt 26 öðrum keppendum Peter Barton frá Bretlandi leiðir keppnina í flokknum, Ekki er keppt í dag vegna jarðafarar Páfa en keppni veðrur haldið áfram á morgun.