Hátíð hafsins - úrslit
- Details
Laugardaginn 2. júní hélt Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey árlegt mót sitt í tilefni af Hátíð hafsins. Að venju sá Landhelgisgæslan um að ræsa keppendur með fallbyssuskothríð.
Úrslit urðu eftirfarandi:
bátur | félag | forgjöf | sigldur tími | leiðréttur tími | sæti |
Dögun | Brokey | 0,838 | 01:10:58 | 00:59:28 | 1 |
Besta | Brokey | 0,941 | 01:03:34 | 00:59:49 | 2 |
Ögrun | Brokey | 0,999 | 01:04:08 | 01:04:04 | 3 |
Sigurborg | Ýmir | 0,931 | 01:09:29 | 01:04:41 | 4 |
Úrslit Opnunarmóts kæna
- Details
Opnunarmót kæna 2018 var haldið laugardaginn 26. maí í frekar leiðinlegu veðri sem eflaust hafði áhrif á þátttöku. Fimm keppendur mættu til leiks og sigldu fjórar umferðir í rigningu og kulda.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Dagur Tómas Ásgeirsson, Brokey
2. Magnús Bjarki Jónsson, Þyt
3. Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey
Hér má svo finna nánari úrslit
Miðsumarmót kæna 2018
- Details
Siglingaklúbburinn Þytur heldur Miðsumarmót kæna laugardaginn 9. júní. Skráningarfrestur er til kl. 21:00 7. júní.
Tilkynningu um keppni má nálgast á heimasíðu Þyts.
Opnunarmóti frestað
- Details
Opnunarmóti kjölbáta 2018 sem halda átti í dag, laugardaginn 19. maí 2018, hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðurs. Keppendur eru beðnir að fylgjast með vefsíðu Þyts fyrir nánari upplýsingar.
Page 39 of 55