Fyrsta alþjóðlega kænukeppnin í 25 ár
- Details
Þann 21. ágúst hefst fyrsta alþjólega kænumótið sem haldið hefur verið á Íslandi síðan á smáþjóðleikunum 1997. Mótið er haldið af siglingaklúbbnum Nökkva og RS Aero classanum. 20 keppendur koma frá 7 þjóðum til að taka þátt í mótinu á Pollinum á Akureyri . Mótið hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og standa vonir til að þetta að hægt verði að halda fleiri slík mót hér á landi á næstu árum. Nánari fréttir af mótinu verða á facebook síðu SÍL og RS Sailing. Í tengslum við mótið verður keppnistjórnarnámskeið haldið þann 17. ágúst í Plaza hótel í Reykjavik.
Íslandsmót Kjölbáta
- Details
Siglingaféagið Ýmir heldur Íslandsmót kjölbáta í ár. Mótið fer framm á Skerjafirði dagana 10 -14 ágúst.
Nálgast má tilkynngu um keppni hér.
Íslandsmót Kæna 2022 tilkynning um keppni
- Details
Islandsmót kæna verður haldið af Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði dagana 4.-6. ágúst. Skráning fer frá hjá Þyt. Nánari upplýsingar um mótið og tímasetningar má finna í HÉR
Æfingabúðamót Tilkynning um keppni
- Details
Í tengslum við æfingabúðir SÍL í Suðurnesjabæ verður haldið æfingabúðamót föstudaginn 1 júlí og Laugardaginn 2. júlí. Gert er ráð fyrir þátttöku allra þeirra sem skráðir eru á æfingabúðir og þurfa þeir ekki að skrá sig sérstaklega
Page 11 of 55