Æfingabúðir SÍL og Brokeyjar 2019
- Details
Líkt og undanfarin ár verða æfingabúðir fyrir kænusiglara í sumar. Að þessu sinni er það Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey sem aðstoðar SÍL við framkvæmd.
Æfingabúðirnar standa frá 29. júní til 4. júlí, en að þeim loknum verður að venju haldið Æfingabúðamót 5. og 6. júlí. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 20.000 kr. og mótsgjald 3.500. Allar nánari upplýsingar má finna í upplýsingaskjali á vefsíðu Brokeyjar.
Myndirnar að ofan eru frá æfingabúðunum 2018, sem haldnar voru á Akranesi í samstarfi við Sigurfara.
Úrslit Opnunarmóts kjölbáta 2019
- Details
Opnunarmót kjölbáta 2019 var haldið laugardaginn 25. maí og að venju var það Þytur, siglingaklúbbur Hafnarfjarðar sem hélt mótið.
Sigurvegari var Sif frá Ými, Kópavogi. Sex bátar voru skráðir til keppni, en tveir bátar voru ekki gjaldgengir þar sem þeir voru ekki með gilda forgjöf.
bátur | forgjöf | sigldur tími | leiðréttur tími | sæti |
Sif | 0,939 | 02:11:19 | 02:03:18 | 1 |
Sigurborg | 0,930 | 02:15:18 | 02:05:50 | 2 |
Dögun | 0,838 | 02:35:03 | 02:09:56 | 3 |
Ásdís | 0,821 | 03:09:12 | 02:35:20 | 4 |
Ögrun | DSQ | |||
Ísmolinn | DNC |
Miðsumarmót 2019
- Details
Miðsumarmót kæna 2019 verður haldið 15. júní og er það Siglingaklúbburinn Ýmir sem heldur mótið. Allar nánari uppplýsingar má finna í tilkynningu um keppni - NOR eða hjá Ými.
Öryggisbátanámskeið
- Details
SÍL stendur fyrir öryggisbátanámskeiði í samstarfi við Þyt í Hafnarfirði. Námskeiðið, sem er dagsnámskeið, verður haldið fimmtudaginn 6. júní og hefst kl. 08:00. Kennarinn kemur frá Slysavarnaskóla sjómanna og verður kennt skv. námsskrá Slysavarnaskólans og viðmiðum Samgöngustofu.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu hafa samband við SÍL og félagið sitt sem allra fyrst.
Page 34 of 55