Opnunarmót kæna 2018
- Details
Nú er allt að gerast og tilkynningar um keppni hrynja inn!
Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey heldur Opnunarmót kæna laugardaginn 26. maí. Nánari upplýsingar um keppnina eru í tilkynningu um keppni (NOR).
Opnunarmót kjölbáta 2018
- Details
Laugardaginn 19. maí næstkomandi hefst mótaröð sumarsins með Opnunarmóti kjölbáta 2017. Að venju er það Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sem sér um framkvæmd mótsins. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Þyts.
Áramót 2017
- Details
Að venju stendur siglingafélagið Ýmir fyrir keppni á gamlársdag. Þetta er kjörið tækifæri fyrir harðjaxla og aðra sem elska kulda til að fá útrás fyrir uppsafnaða siglingaþörf í skammdeginu.
Tilkynningur um keppni má finna á vefsíðu Ýmis.
Viðurkenningar ársins 2017
- Details
Á jólagleði og uppskeruhátíð SÍL fyrir árið 2017 voru að venju veitt verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr á árinu.
Siglingamaður árins var kjörinn Björn Heiðar Rúnarsson og siglingakona ársins er Hulda Lilja Hannesdóttir. Siglingaefni ársins er Ísabella Sól Tryggvadóttir. Kayakmaður árins er Ólafur B. Einarsson og kayakkona ársins er Unnur Eir Arnardóttir.
Page 40 of 55