Hálfmaraþon Kayakklúbbsins 2017
- Details
Þann 16. september var loksins hægt að halda Hálfmaraþon Kayakklúbbsins sem átti að vera 2. september en var þá frestað vegna veðurs.
Úrslit mótsins:
karlar - ferðabátar | |||||||
Nafn | Bátur | Euro-ár | Grænl. ár | Vængár | Tími Grótta | Tími Nauthólsvík | |
1 | Ólafur B. Einarsson | Wave 55 | X | 01:19:57 | 02:22:57 | ||
2 | Sveinn Axel Sveinsson | Rockpool Taran | X | 01:22:52 | 02:33:30 | ||
3 | Örlygur Sigurjónsson | Walley Q-Boat | X | 01:30:05 | 02:50:58 | ||
4 | Páll Reynisson | Explorer | X | 01:45:18 | 03:28:12 | ||
5 | Edwin Zanen | Seawolf | X | 01:45:53 | hætti keppni | ||
6 | Halldór Guðfinnsson | Walley Nordkap | X | 01:49:14 | hætti keppni | ||
karlar - keppnisbátar | |||||||
1 | Gunnar Svanberg | EPIC V8 pro | X | 01:21:41 | 02:38:42 | ||
konur - ferðabátar | |||||||
1 | Unnur Arnardóttir | Lettmann Eski | X | 01:37:49 | 03:14:39 |
Aftur frestun á lokamóti kæna
- Details
Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð fyrir kænusiglingar. Áætlað er að halda keppnina laugardaginn 9. september. Fylgist með nánari fréttum á Facebook-síðu Brokeyjar.
Lokamót kjölbáta 2017
- Details
Lokamót kjölbáta verður haldið laugardaginn 2. september. Að þessu sinni er það Siglingafélagið Ýmir sem heldur mótið. Siglt verður frá Reykjavík til Kópavogs þar sem tekið verður á móti keppendum í félagsheimili Ýmis. Nánari upplýsingar má finna í keppnisfyrirmælum mótsins auk þess sem hægt er að hafa samband við keppnisstjóra Ólaf Bjarna í síma 865 9717 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Lokamóti kæna frestað
- Details
Fresta þurfti keppni í lokamóti kæna, sem átti að fara fram um helgina, enda var veður með versta móti. Reynt verður aftur laugardaginn 4. september. Nánari upplýsingar verða væntanlega á Facebook-síðu Brokeyjar.
Page 42 of 55