17. júní - Þjóðhátíðarmót
- Details
Að venju stendur Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey fyrir Þjóðhátíðarmóti á 17. júní. Frestur til skráningar er 15. júní. Keppni hefst kl. 14:00.
Tilkynningu um keppni má finna á heimasíðu Brokeyjar.
Hátíð hafsins - tilkynning um keppni
- Details
Hátíð hafsins verður haldin dagana 4.-5. júní og af því tilefni stendur Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey fyrir siglingakeppni. Keppnin verður 4. júní og hefst hún kl. 14:00, en venju samkvæmt mun Landhelgisgæslan ræsa keppendur með fallbyssuskothríð.
Ný kappsiglingafyrirmæli SÍL
- Details
Á siglingaþingi sem haldið var í febrúar síðastliðinn voru kynnt ný kappsiglingafyrirmæli SÍL. Í þessum nýju fyrirmælum er meðal annars kveðið á um með hve löngum fresti skuli birta tilkynningu um keppni.
Opnunarmót kæna 2016 - tilkynning um keppni
- Details
Opnunarmót kæna verður haldið af Siglingafélaginu Ými laugardaginn 28. maí. Siglt verður á Skerjafirði og verður keppt í tveimur flokkum: Optimist og opnum flokki.
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00, fimmtudaginn 26. maí með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar fást hjá Aðalsteini Jens Loftssyni í síma 693 2221 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Hér er tilkynning um keppni á heimasíðu Ýmis.
Page 47 of 55