Dögun Íslandsmeistari í sjöunda sinn
- Details
Íslandsmeistaramóti Kjölbáta lauk á Skerjafirði í gær Mótið hefur staðið yfir frá því á fimmtudag en þá voru sigldar tvær umferðir. Á föstudeginu blés ekki byrlega en fresta varð keppni um nokkuð skeið á meðan beðið var eftir vindi. Hann kom þó að lokum svo hægt var að taka tvær umferðir til viðbótar.
Á Laugardeginum var veðrið andstað þess sem verið hafði daginn áður, komin var norðan átt 8 -11 metrar á sekúndu inn við Fossvog og enn hvassar út við Gróttu en þangað var siglt í lengstu keppni dagsins. Alls voru siglda fjórar umferðir á laugadag þannig að alls voru sigldar átta umferði á mótinu í afar fjölbreittum aðstæðum
Það reyndi bæði á menn og báta í rokinu á Laugardag rifa þurfti segl og nokkuð var um að búnaður gæfi sig. Sérstaklega voru að lásar brotnuðu eða opnuðust og upphöl sem festust eða slitnuðu auk þess sem nokkur segl rifnuðu. það reyndi því ekki aðeins á siglingahæfileika keppenda heldur viðgerðarhæfileika þeirra líka.
Úrslit Íslandsmót kænur
- Details
Íslandsmót í siglinum kæna fór fram á Laugardaginn. Mótið var haldið af siglinafélaginu Nökkva á Akureyri og fór fram á Pollinum. Alls voru sigldar 5 umferðir og keppt var í fjórum flokkum.Ágætis vindur var á laugardag hægur vindur 4-5 metrar/sekúndu en hviður fóru upp í 7-8 m/s
Yngsti hópurinn að 16 ára aldri sigldi á Optimist kænum. Íslandsmeistari annað árið í röð varð Þorgeir Ólafsson Siglingafélagi Reykjavíkur Brokey Sigur Þorgeir var afar sannfærandi en hann kom fyrstur í mark í öllum fimm umferunum og vann því titilinn með fullu húsi stiga.Í öðru sæti í Optimist flokki varð Andrés Nói Arnarson einnig í Brokey og í þríðja sæti varð Ísabella Sól Tryggvatóttir
Sigur í Laser Standard flokki var líka afar öruggur. Björn Heiðar Rúnarsson í Nökkva sigraði allar fimm umferðirnar og er því Íslandsmeistari á Laser Standard. Í öðru sæti varð Breki Sigurjónsson. Í þriðja sæti á Laser Standard varð svo Gunnar Geir Halldórsson úr Þyt í Hafnarfyrði
NOR Íslandsmót kjölbáta
- Details
Íslandsmót kjölbáta verður haldið af Siglingaklúbbnum Ými dagana 14-17 ágúst. Keppt verður á Skerjafirði og má búast við skemmtilegri keppni. Tilkynningu um keppni má finna hér
Nor Íslandsmót Kænur
- Details
Íslandsmótið í siglingum Kæna fer fram á Pollinum við Akureyri dagana 9.-10. ágúst. Það er Siglingafélagið Nökkvi sem sér um mótið í ár, keppt verður á flestum gerðum kæna.
Hér má nálgast tilkynningu um keppni
Page 53 of 55