Miðsumarmót kænur 2014
- Details
Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey hélt um helgina "Miðsumarmót Kæna 2014" Keppnin fór fram fyrir utan aðstöðu félagsins við Ingólfsgarð. Brautin var þríhyrningur þar sem bauja 1 var fyrir utan Nýherja, bauja 2 var rétt við Engey og bauja 3 var við Sólfarið. Optimist bátar tóku þríhyrning en Opinn flokkur sigldi þríhyrning og pulsu. Algert log var á laugardeginum og keppni því frestað þann dag. Skipstjórafundur var kl. 9 á sunnudagsmorgun og ljóst að keppnin yrði skemmtilega því mjög stöðugur 5 - 6 m/s til að byrja með en aðeins dró úr vindi þegar leið á daginn. Alls voru sigldar þrjár umferðir og allir keppendur voru gríðalega ánægðir þegar komið var í land eftir góðan siglingadag. Við verðlaunaafhendingu var boðið upp á veitingar að hætti félagsins því allir vita að Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey er ekki bara siglingafélag :) Við þökkum öllum foreldrum og sjálfboðarliðum fyrir hjálpina.
Opnunarmót Kænur NOR
- Details
Siglingafélagið Ýmir heldur Opnunarmót kæna næsta laugardag 31maí. Mótið verður notað sem æfingamót á keppnisstjóranámskeiði SÍL og ISAF og verða því tveir erlendir keppnistjórar til að leiðbeina keppnisstjórum um mótahal. Það má því vænta einhverra breytinga á formlegri tilkynningu um mótið.
Enn eru laus sæti á keppnisstjóranámskeiðið og eru allir þeir sem áhuga hafa að sækja um hér.
Page 55 of 55