Lokahóf
- Details
Málþing og Lokahóf SÍL 15. október
- Details
Nú er komið að því að fagna starfinu á liðnu sumri og sjá hvað við getum gert betur á því komandi. SÍL boðar af því tilefni til málþings og opinnar umræðu siglingar á Islandi og fagnar svo liðnu sumri með lokahófi um kvöldið. Á málþinginu verða tekin fyrir nokkur megin málefni: útbreiðsla og félagsstarf - þjálfun og fræðsla - keppnis- og afreksmál. Leitast verður við að finna markmið og leiðir sem öll félög í landinu geta unnið eftir auka á samvinnu félaga og skapað sér þannig sterkari starfsgrundvöll.
Málþingið fer fram í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi og hefst klukkan 1000 og líkur um klukkan 1430 boðið verður upp á léttan hádegisverð í þinghléi.
Það er von okkar að sjá sem flesta og sem flest sjónarhorn.
Lokahóf SÍL verður svo haldið Veitingastaðnum SKY á efstu hæð Center hotels Arnarhvoll.
Veitt verða verðlaun og viðurkenningar og svo er náttúrlega að hafa gaman saman. Boðið verður upp á veisluhlaðborð fyrir aðeins 5500 krónur og opið verður á barnum fyrir þá sem aldur hafa til.
Nauðsynlegt er að skrá sig á báða virðburði svo tryggt verði að nægur matur verði á boðstólum.
Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og með því að haka við going á viðburðarauglýsingu SÍL á fésbókinni. Þeir sem vilja grænmetisfæði láti SÍL vita.
Tilkynning um keppni Lokamót kjölbáta
- Details
UPPFÆRÐ TILKYNNING UM KEPPNI Lokamót kjölbáta fer fram um næstu helgi og er í umsjón siglingafélagsins Ýmis. Tilkynningu um keppni má finna hér.
Lokamót Kæna/ Akureyrarmót
- Details
Mikið verður um að vera í mótahaldi á Akureyri á næstu dögum Lokamót kæna -Akureyrarmótið veðrur haldið þann 27. ágúst á Akureyri. Það er Siglingaklúbburinn Nökkvi sem sér um mótið. Þetta er síðasta kænumót ársins og einstakt tækifæri til að sýna framfari sumarsins. Landslíðsþjálfari SÍL mun fylgjast með mótinu og meta keppendur til að taka þátt í landsliðsverkefnum í vetur og næsta sumar.
Tilkynningu um keppni er hægt að finna hér
Page 10 of 55