Úrslit í íslandsmóti á kænum
- Details
Í flokki Optimist urðu úrslit þau að Högni Halldórsson varð í 3. sæti, Ólafur Áki Kjartansson í 2. sæti en Hrafnkell Stefán Hannesson varð Íslandsmeistari. Þeir keppa allir fyrir Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey.
Í Laser Radial varð Tara Ósk Markúsdóttir, Þyt í Hafnarfirði, í 3. sæti, Ísabella Sól Tryggvadóttir, Nökkva á Akureyri, í 2. sæti en Íslandsmeistari varð Þorlákur Sigurðsson, einnig úr Nökkva frá Akureyri.
Úrslit í opna flokknum urðu þau að Aðalsteinn Jens Loftsson frá Ými í Kópavogi varð í 3. sæti, Árni Friðrik Guðmundsson úr Brokey í 2. sæti en Íslandsmeistari í opnum flokki varð Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, einnig úr Brokey.
Ferðasjóður íþróttafélaga - opið fyrir umsóknir
- Details
Opið er fyrir umsóknir úr Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir keppnisferðir á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2019.
Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 11. janúar 2021.
Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins verði ekki allt til úthlutunar.
Allar breytingar skulu unnar í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og staðfestar af því.
Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér.
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2020.
Áætlað er að greiða út styrki úr sjóðnum í febrúar/mars 2021.
Við stofnun umsóknar fær umsækjandi senda vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send.
Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra.
Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.
Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við undirritaða í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Vinsamlegast komið ofangreindum upplýsingum á framfæri við íþrótta- og ungmennafélög innan ykkar vébanda.
Áramót fellur niður vegna COVID-19 sóttvarna
- Details
Núgildandi reglugerð sem tók gildi í dag og gildir til 12. janúar 2021
Samkvæmt henni er
- Öll keppni í íþróttum, bæði barna og fullorðinna, eru óheimil á tímabilinu.
Hvað er að frétta?
- Details
Þrátt fyrir COVID og annað sem er ekki alltaf nógu upplífgandi á árinu 2020 situr stjórn SÍL ekki auðum höndum
Núna er búið að koma í höfn að eftirfarandi siglingakonur komast inní Emerging Nations Virtual Training Group hjá World Sailing
Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, Brokey
Tara Ósk Magnúsdóttir, Þyt
Einnig komust eftirfarandi þjálfarar inní Emerging Nations Virtual Training Group hjá World Sailing
Gunnar Kristinn Óskarsson, Brokey
Ísabella Sól Tryggvadóttir, Nökkvi
Page 20 of 55